Ása Sigríður Þórisdóttir 6. des. 2022

Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega útlítandi matarbakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem ykkur dettur í hug.

Nota má hvaða grænmeti, ávexti og ber sem er í uppröðunina. Til að festa hluti saman má nota grillprjóna og tannstöngla og hummus sem ,,lím“ eða til skreytinga og svo má nota pínulítið af þeyttum rjóma til skreytingar.

  • Sendu okkur mynd eða myndskeið af þínu framlagi ásamt lýsingu á innihaldi og aðferð á jol@krabb.is fyrir miðnætti 12. desember.

    Krabbameinsfélagið áskilur sér rétt til að deila innsendum myndum á miðlum félagsins.
  • Úrslit verða kynnt 13. desember.

Vinningar verða veittir fyrir þrjár bestu útfærslurnar:

  • 1.sæti: Gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 2. sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 3.sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum


Aukaverðlaun: Gjafabréf frá Lemon og fleirum.

Jólaleikurinn er í samstarfi við Banana. 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?