Ása Sigríður Þórisdóttir 6. des. 2022

Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega útlítandi matarbakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem ykkur dettur í hug.

Nota má hvaða grænmeti, ávexti og ber sem er í uppröðunina. Til að festa hluti saman má nota grillprjóna og tannstöngla og hummus sem ,,lím“ eða til skreytinga og svo má nota pínulítið af þeyttum rjóma til skreytingar.

  • Sendu okkur mynd eða myndskeið af þínu framlagi ásamt lýsingu á innihaldi og aðferð á jol@krabb.is fyrir miðnætti 12. desember.

    Krabbameinsfélagið áskilur sér rétt til að deila innsendum myndum á miðlum félagsins.
  • Úrslit verða kynnt 13. desember.

Vinningar verða veittir fyrir þrjár bestu útfærslurnar:

  • 1.sæti: Gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 2. sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 3.sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum


Aukaverðlaun: Gjafabréf frá Lemon og fleirum.

Jólaleikurinn er í samstarfi við Banana. 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?