Ása Sigríður Þórisdóttir 8. des. 2022

Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Slökun (hlaðvarp)

Margir finna fyrir aukinni steitu í aðdraganda jóla. Oft geta kröfurnar frá okkur sjálfum og umhverfinu orðið þess valdandi að við byrjum ómeðvitað að spenna upp vöðva og anda grynnra. Slökun og hugleiðsla færir ró og vellíðan inn í taugakerfi líkamans og hvetur heilann til að framleiða vellíðunarhormón sem hefur jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi, svefn og almenna líðan.

Litill-joli

Það er því upplagt, viðeigandi og í anda jólanna að hlúa að sér á aðventunni og gefa sér tíma til að ástunda slökun og hugleiðslu.

  • Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins, leiðir slökunina.


Það þarf ekki að vera allt eða ekkert - Leggjum inn fyrir heilbrigðan lífsstíl þó það séu einhver frávik í jólamánuðinum (myndband)

https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg

Steinar B. Aðalbjörnsson, íþróttakennari og matvæla- og næringarfræðingur starfar í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. Hér gefur hann okkur nokkur góð og gagnleg ráð fyrir jólin.

Litil-Matur

Það er ýmislegt hægt að gera án þess að neita sér um hlutina. Með hófsemi í mat og drykk í jólamánuðinum þá stuðlum við að því að hinu megin við hátíðirnar komum við í góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega og stuðlum að bættri heilsu.

https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg">https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg">https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg

Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann.

Viðbrögðin voru góð og bárust litríkar, skemmtilegar og jólalegar útfærslur.

Eins og myndir vinningshafanna sýna þá er hægt að gera alls konar skemmtilegar útfærslur og það þarf ekki allt að vera tímafrekt eða flókið.

  • Allar nánari upplýsingar um Jólaleikinn finnur þú hér.

Komdu þér upp jólahreyfihefðum

Jólatíðin snýst hjá mörgum um ýmsar hefðir sem þykja ómissandi þegar þeim hefur einu sinni verið komið á. Stórskemmtilegt getur verið að koma sér upp jólahreyfihefðum með fjölskyldunni, vinum eða bara sjálfum sér. Jólagönguferðir, jólasundferðir, jólaratleikir eða hvað svosem manni dettur í hug.

Litil-jolahreyfing

Hægt er að skiptast á að skipuleggja milli ára og alveg öruggt að skemmtilegar minningar skapast um leið og við leggjum heilsunni lið með því að vera sem mest á hreyfingu í daglegu lífi - líka í jólatíðinni.

Vertu með í Gamlárshlaupi ÍR

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur í Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Gamlarshlaup-IR-3

Safnaðu áheitum og fáðu fólk með þér í lið. Safnaðu í minningu ástvinar eða til að heiðra einhvern sem er að takast á við krabbamein eða bara til að leggja góðum málstað lið.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?