Ása Sigríður Þórisdóttir 8. des. 2022

Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Slökun (hlaðvarp)

Margir finna fyrir aukinni steitu í aðdraganda jóla. Oft geta kröfurnar frá okkur sjálfum og umhverfinu orðið þess valdandi að við byrjum ómeðvitað að spenna upp vöðva og anda grynnra. Slökun og hugleiðsla færir ró og vellíðan inn í taugakerfi líkamans og hvetur heilann til að framleiða vellíðunarhormón sem hefur jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi, svefn og almenna líðan.

Litill-joli

Það er því upplagt, viðeigandi og í anda jólanna að hlúa að sér á aðventunni og gefa sér tíma til að ástunda slökun og hugleiðslu.

  • Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins, leiðir slökunina.


Það þarf ekki að vera allt eða ekkert - Leggjum inn fyrir heilbrigðan lífsstíl þó það séu einhver frávik í jólamánuðinum (myndband)

https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg

Steinar B. Aðalbjörnsson, íþróttakennari og matvæla- og næringarfræðingur starfar í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. Hér gefur hann okkur nokkur góð og gagnleg ráð fyrir jólin.

Litil-Matur

Það er ýmislegt hægt að gera án þess að neita sér um hlutina. Með hófsemi í mat og drykk í jólamánuðinum þá stuðlum við að því að hinu megin við hátíðirnar komum við í góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega og stuðlum að bættri heilsu.

https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg">https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg">https://www.youtube.com/watch?v=DaltSfJHSUg

Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann.

Viðbrögðin voru góð og bárust litríkar, skemmtilegar og jólalegar útfærslur.

Eins og myndir vinningshafanna sýna þá er hægt að gera alls konar skemmtilegar útfærslur og það þarf ekki allt að vera tímafrekt eða flókið.

  • Allar nánari upplýsingar um Jólaleikinn finnur þú hér.

Komdu þér upp jólahreyfihefðum

Jólatíðin snýst hjá mörgum um ýmsar hefðir sem þykja ómissandi þegar þeim hefur einu sinni verið komið á. Stórskemmtilegt getur verið að koma sér upp jólahreyfihefðum með fjölskyldunni, vinum eða bara sjálfum sér. Jólagönguferðir, jólasundferðir, jólaratleikir eða hvað svosem manni dettur í hug.

Litil-jolahreyfing

Hægt er að skiptast á að skipuleggja milli ára og alveg öruggt að skemmtilegar minningar skapast um leið og við leggjum heilsunni lið með því að vera sem mest á hreyfingu í daglegu lífi - líka í jólatíðinni.

Vertu með í Gamlárshlaupi ÍR

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur í Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Gamlarshlaup-IR-3

Safnaðu áheitum og fáðu fólk með þér í lið. Safnaðu í minningu ástvinar eða til að heiðra einhvern sem er að takast á við krabbamein eða bara til að leggja góðum málstað lið.


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?