Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022

Hagnýt ráð fyrir jólin

Fyrir flesta eru jólin gleðilegur tími sem við eyðum með fjölskyldu og vinum. Jólin geta hins vegar verið erfiður tími fyrir fjölskyldur sem eru að takast á við krabbamein og aukaverkanir meðferðar.

Ráðgjafar- og stuðningsteymi Krabbameinsfélagsins hefur tekið saman nokkur hagnýt ráð fyrir jólin sem við vonumst til að komi að gagni:

Vertu undirbúin/n

Það getur verið gagnlegt og dregið úr streitu að búa til áætlun um hvernig tekist er á við krabbameinið og afleiðingar þess yfir hátíðirnar. Oft er skert þjónusta hjá heilbrigðisstofnunum yfir jólin og því getur verið gott að skipuleggja sig fyrirfram hvað varðar tímabókanir og lyfjagjafir. Ræddu við heilbrigðisstarfsmann um þær áhyggjur sem þú hefur varðandi andlega eða líkamlega heilsu, til að vera sem best undirbúin/n.

Aukaverkanir lyfjanna geta gert þér erfitt fyrir að njóta jólanna. Hjálplegt getur verið að vita hvert hægt er að leita ef þú þarft aukna aðstoð, hefur spurningar eða ef upp koma neyðartilfelli. Útbúðu lista yfir þá aðila/stofnanir sem þú getur leitað til ef þörf er á.

  • Símaráðgjöf Krabbameinsfélagsins er opin alla virka daga kl. 09:00-16:00 og frá kl. 09:00-14:00 föstudaga í síma 800 4040. Lokað annan í jólum.
  • Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala sími 543 6130.
  • Almenn göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri sími 463 0100.

Sýndu þér mildi

Gefðu þér leyfi til að hafa jólin eins og þér hentar best. Aðlagaðu kröfurnar sem þú setur á þig og sýndu ástandi þínu skilning og þolinmæði. Það þarf ekki allt að ganga upp og vera 100%.

Samvera

Fyrir flesta snúast jólin um samveru með fjölskyldu og vinum. Reyndu að nota sem mest af orkunni í að vera í kringum fólkið þitt. Ræddu við fjölskyldu og vini um hvað þú treystir þér til að gera og gerðu áætlun.

Biddu um aðstoð

Ekki vera hrædd/-ur við að biðja um aðstoð um jólin ef þú ert að ganga í gegnum erfiða tíma. Það gæti verið hjálplegt að búa til lista yfir þau verkefni sem þú þarft aðstoð með og deila honum með fjölskyldu og vinum í stað þess að nota alla orkuna í þrif, skreytingar, matargerð o.s.frv.


Það er í lagi að brjóta upp hefðirnar og prófa eitthvað nýtt

Hafðu í huga að þegar aðstæður breytast þá geta hefðir oft breyst líka. Jólin þurfa ekki að vera nákvæmlega eins og þau voru síðustu ár. Jólin snúast mikið til? um að njóta samveru hvers annars og það er hægt að gera þó að hefðirnar breytist.

Gefðu þér tíma til að hvílast

Hátíðarnar geta reynt á, bæði andlega og líkamlega. Ef þú eða aðstandandi eruð að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð skaltu setja tíma til að hvílast í forgang. , Eðlilegt er að finna dagamun á líðan og orku og sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Leyfðu þér að hætta við plön án sektarkenndar ef það kemur á daginn að þú treystir þér ekki til að taka þátt í þeim.

Haltu streitu í lágmarki

Að borða hollt, hreyfa sig (eins og heilsa leyfir) og sofa vel getur hjálpað við að ná betri stjórn á streitu og erfiðum tilfinningum. Mörgum finnst gott að hugleiða eða nota slökun.


Matargerð

Hafðu í huga að eldamennskan tekur orku og getur því mögulega komið í veg fyrir að þú getir notið þess sem á eftir kemur. Athugaðu hvort einhver annar geti eldað þetta árið eða hvort hægt sé að hafa einfaldari jólamat í þetta sinn. Mögulega er hægt að panta mat og fá sent heim í stað þess að elda eða jafnvel fara á veitingastað.

Hafðu þetta einfalt

Íhugaðu að sleppa því að halda stór jólaboð, sérstaklega ef krabbameinslyfjameðferð er yfirstandandi. Biddu einhvern annan um að halda boðið, farið á veitingastað eða haldið minna boð.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?