Ása Sigríður Þórisdóttir 23. nóv. 2022 : Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Guðmundur Pálsson 22. nóv. 2022 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. nóv. 2022 : Arion banki og Vörður styðja Krabba­meins­félagið

Arion banki og Vörður styrktu Krabbameinsfélagið um 2.178.000 króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. nóv. 2022 : Wok On styrkir Bleiku slaufuna

Í Bleiku slaufunni í október voru rauðu take-away boxin á Wok On sett í bleik­an bún­ing og runnu 50 krón­ur af hverj­um seld­um rétti til Krabbameinsfélagsins. Óhætt er að segja að lands­menn hafi tekið þessu vel og seld­ust ríf­lega 23.000 rétt­ir og söfnuðust alls 1.161.950 kr. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. nóv. 2022 : Central Iceland styrkir Bleiku slaufuna um 2.467.000 krónur

Rakel Þórhallsdóttir eigandi Central Iceland afhenti á dögunum Bleiku slaufunni ágóðann af sölu bleiku húfunnar og treflanna að upphæð 2.467.000 kr. Verkefnið hófst í fyrra með sölu á bleika treflinum sem seldist upp og í ár bættist bleika húfan við og aftur seldist bæði trefillinn og húfan upp. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. nóv. 2022 : Vinnustofan VISS á Flúðum styrkti Krabbameinsfélagið

Vinnustofan VISS á Flúðum langaði að leggja sitt að mörkum til að styðja við bleikan október og máluðu fallega steina sem þau seldu á 1000 krónur stykkið og allur ágóðinn rann til Krabbameinsfélagsins. Steinarnir voru seldir á vinnustofu VISS á Flúðum og á bleika deginum fóru þau svo um bæinn og seldu stofnunum og fyrirtækjum sem eru staðsett á Flúðum steina.

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóv. 2022 : 1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu 1,5 milljónum króna til Bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélagins. Söfnunin fór þannig fram að á Bleika deginum, 14. október, runnu 5 krónur af hverjum seldum lítra til átaksins. Til viðbótar safna Orkulyklar viðskiptavina sem eru skráðir í hóp Bleiku slaufunnar 1 krónu á hvern seldan lítra allt árið en 2 krónur í október. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. nóv. 2022 : Starfsfólk Símans styrkir Krabbameinsfélagið

„Krabbamein snertir okkur öll, við leggjum okkar af mörkum til minningar um vini okkar og samstarfsfólk sem lotið hefur í lægra haldi í baráttunni við krabbamein í gegnum árin og hugsum fallega til þeirra með því að styðja Krabbameinsfélagið„ segir Anna María.

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2022 : Stjórnmálamenn geta breytt heiminum

Danski stjórnmálamaðurinn Lars Lökke Rasmussen hefur mikið verið í umræðunni í sambandi við dönsku þingkosningarnar í gær. Sérstaka athygli okkar hjá Krabbameinsfélaginu vakti í gær þegar Lars nefndi hve mikils hann mæti heiðursverðlaun sem danska Krabbameinsfélagið veitti honum og Bent Hansen árið 2018. Þau verðlaun voru sannarlega verðskulduð og veitt fyrir að koma á svokölluðum „kræftpakker“ (sem við viljum kalla Forganginn). 

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. nóv. 2022 : Jóhannes Tómasson er látinn

Jóhannes Tómas­son, blaða­maður og fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi, lést á Land­spítalanum í Foss­vogi þann 28. októ­ber sl. eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein, langt fyrir aldur fram. Við leiðarlok þakkar Krabbameinsfélagið Jóhannesi vinsemd og vel unnin störf í þágu félagsins og vottar fjölskyldu hans innilega samúð.

Ása Sigríður Þórisdóttir 30. okt. 2022 : Bleikur dagur í Borgarholtsskóla

Á hálftíma söfnuðust 50 þúsund krónur sem afhentar voru Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélagið þakkar nemendum kærlega fyrir þeirra góða stuðning.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. okt. 2022 : Átt þú boð í krabbameinsskimun og ert alltaf á leiðinni en lætur ekki verða af því?

Ert þú ein af þeim konum sem fær boð í skimun og ert alltaf alveg að fara en frestar því svo aftur og aftur? Það var raunin hjá Ásdísi Ingólfsdóttur sem segir sögu sína í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 

Síða 2 af 11

Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?