Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2022

Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann. 

Viðbrögðin voru góð og bárust litríkar, skemmtilegar og jólalegar útfærslur.

„Það er von okkar að jólaleikurinn verði öðrum innblástur og hvatning til að hafa litríkt og hollt góðgæti með á veisluborðinu og hlaðborðinu yfir hátíðirnar“ segir Ása Sigríður Þórisdóttir kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins.

Eins og myndir vinningshafanna sýna þá er hægt að gera alls konar skemmtilegar útfærslur og það þarf ekki allt að vera tímafrekt eða flókið.

1-til-3-saeti

1.-saeti1.sæti: Ramona Pittroff sendi inn þrjár jólalegar tillögur og hreppti fyrstu verðlaun fyrir jólaskóg sem gerður var úr gúrkusneiðum, gulrótum og eplum. Hún fékk gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.

2.-saeti2. sæti: Linda Björk og Fannar Óli lentu í öðru sæti fyrir áramóta- og rakettu stuðpinna sem gerðir voru úr vínberjum, bláberjum, jarðarberjum, bönunum og melónu. Þau fengu gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.

3.-saeti3.sæti:
Petra Pavlů Mach hreppti þriðja sætið fyrir brokkólíjólatré sem skreytt var tómötum, bláberjum og paprikustjörnum. Hjá stóðu svo álfar úr jarðaberjum og hreindýr úr bönunum, jarðaberjum og smávegis rjóma. Hún fékk gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.


Aukavinninga fengu:

Aukavinningar-2022

  • Kristjana Sveinsdóttir fyrir skemmtilegan og einfaldan jóladisk og hlaut 10.000 kr. gjafabréf á einhvern af eftirtöldum veitingastöðum: Apotek Kitchen+Bar, Fjallkonan Krá&Kræsingar, Tres Locos, Sushi Social, Sæta Svínið, Gastropub eða Tapasbarinn.
  • Melkorka Kvaran og Árný Kjartansdóttir fengu gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir litríkt og fallegt jólatré.
  • Inga Vinkeviciute fékk gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir litríkt kiwi jólatré með bláberjum og granateplum.
  • Helga Elísabet Kristjánsdóttir fékk gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir skemmtilegt og einfalt fat með útskornum melónum og mandarínum.

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?