Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2022

Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann. 

Viðbrögðin voru góð og bárust litríkar, skemmtilegar og jólalegar útfærslur.

„Það er von okkar að jólaleikurinn verði öðrum innblástur og hvatning til að hafa litríkt og hollt góðgæti með á veisluborðinu og hlaðborðinu yfir hátíðirnar“ segir Ása Sigríður Þórisdóttir kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins.

Eins og myndir vinningshafanna sýna þá er hægt að gera alls konar skemmtilegar útfærslur og það þarf ekki allt að vera tímafrekt eða flókið.

1-til-3-saeti

1.-saeti1.sæti: Ramona Pittroff sendi inn þrjár jólalegar tillögur og hreppti fyrstu verðlaun fyrir jólaskóg sem gerður var úr gúrkusneiðum, gulrótum og eplum. Hún fékk gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.

2.-saeti2. sæti: Linda Björk og Fannar Óli lentu í öðru sæti fyrir áramóta- og rakettu stuðpinna sem gerðir voru úr vínberjum, bláberjum, jarðarberjum, bönunum og melónu. Þau fengu gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.

3.-saeti3.sæti:
Petra Pavlů Mach hreppti þriðja sætið fyrir brokkólíjólatré sem skreytt var tómötum, bláberjum og paprikustjörnum. Hjá stóðu svo álfar úr jarðaberjum og hreindýr úr bönunum, jarðaberjum og smávegis rjóma. Hún fékk gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 kr. og veglega ávaxtakörfu frá Bönunum.


Aukavinninga fengu:

Aukavinningar-2022

  • Kristjana Sveinsdóttir fyrir skemmtilegan og einfaldan jóladisk og hlaut 10.000 kr. gjafabréf á einhvern af eftirtöldum veitingastöðum: Apotek Kitchen+Bar, Fjallkonan Krá&Kræsingar, Tres Locos, Sushi Social, Sæta Svínið, Gastropub eða Tapasbarinn.
  • Melkorka Kvaran og Árný Kjartansdóttir fengu gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir litríkt og fallegt jólatré.
  • Inga Vinkeviciute fékk gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir litríkt kiwi jólatré með bláberjum og granateplum.
  • Helga Elísabet Kristjánsdóttir fékk gjafabréf fyrir tvo á Lemon fyrir skemmtilegt og einfalt fat með útskornum melónum og mandarínum.

 


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?