Ása Sigríður Þórisdóttir 15. sep. 2022

Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Dagskrá:

  • Setning - Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
  • Laufey Tryggvadóttir - Nýgengi krabbameina í Reykjanesbæ.
  • Valgerður J. Hjaltalín - Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
  • Álfheiður Haraldsdóttir - Brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2000 – 2020: Samanburður á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum milli kvenna á aldrinum 40 – 49 ára og 50 – 69 ára.
  • Berglind Ósk Einarsdóttir - Hlutverk MITF í ónæmisforðun sortuæxla.
  • Hrefna Stefánsdóttir - Faraldsfræði krabbameina og þátttaka í skimun meðal kvenkyns innflytjenda á Norðurlöndum.
  • Stefán Sigurðsson - Stökkbreytingar og sviperfðabreytingar í eggjastokkakrabbameini á Íslandi.
  • Ásta B. Pétursdóttir - Aðlögun einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra að krabbameinssjúkdómi: Langtímarannsókn.
  • Stamatia-Maria Rapti - BLIMP1 mediated Cell Cycle Control in Waldenström Macroglobulinaemia.
  • Hafsteinn Örn Guðjónsson - Greining, uppvinnsla og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi.
  • Jón Þórir Óskarsson - Notagildi frumuflæðisjárrannsókna í eftirfylgni einstaklinga með forstig mergæxlis.
  • Rannís: Bylgja Valtýsdóttir - Áherslur á fjármögnun krabbameinsrannsókna innan Horizon Europe (Cancer mission).
  • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins – leiðin fram á við - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Fundarstjóri: Gunnhildur Ásta Traustadóttir, formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ).

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?