Ása Sigríður Þórisdóttir 15. sep. 2022

Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Dagskrá:

 • Setning - Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
 • Laufey Tryggvadóttir - Nýgengi krabbameina í Reykjanesbæ.
 • Valgerður J. Hjaltalín - Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
 • Álfheiður Haraldsdóttir - Brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2000 – 2020: Samanburður á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum milli kvenna á aldrinum 40 – 49 ára og 50 – 69 ára.
 • Berglind Ósk Einarsdóttir - Hlutverk MITF í ónæmisforðun sortuæxla.
 • Hrefna Stefánsdóttir - Faraldsfræði krabbameina og þátttaka í skimun meðal kvenkyns innflytjenda á Norðurlöndum.
 • Stefán Sigurðsson - Stökkbreytingar og sviperfðabreytingar í eggjastokkakrabbameini á Íslandi.
 • Ásta B. Pétursdóttir - Aðlögun einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra að krabbameinssjúkdómi: Langtímarannsókn.
 • Stamatia-Maria Rapti - BLIMP1 mediated Cell Cycle Control in Waldenström Macroglobulinaemia.
 • Hafsteinn Örn Guðjónsson - Greining, uppvinnsla og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi.
 • Jón Þórir Óskarsson - Notagildi frumuflæðisjárrannsókna í eftirfylgni einstaklinga með forstig mergæxlis.
 • Rannís: Bylgja Valtýsdóttir - Áherslur á fjármögnun krabbameinsrannsókna innan Horizon Europe (Cancer mission).
 • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins – leiðin fram á við - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Fundarstjóri: Gunnhildur Ásta Traustadóttir, formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ).

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.


Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Lesa meira

16. sep. 2022 : Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Lesa meira

16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?