Ása Sigríður Þórisdóttir 15. sep. 2022

Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Dagskrá:

 • Setning - Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
 • Laufey Tryggvadóttir - Nýgengi krabbameina í Reykjanesbæ.
 • Valgerður J. Hjaltalín - Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
 • Álfheiður Haraldsdóttir - Brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2000 – 2020: Samanburður á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum milli kvenna á aldrinum 40 – 49 ára og 50 – 69 ára.
 • Berglind Ósk Einarsdóttir - Hlutverk MITF í ónæmisforðun sortuæxla.
 • Hrefna Stefánsdóttir - Faraldsfræði krabbameina og þátttaka í skimun meðal kvenkyns innflytjenda á Norðurlöndum.
 • Stefán Sigurðsson - Stökkbreytingar og sviperfðabreytingar í eggjastokkakrabbameini á Íslandi.
 • Ásta B. Pétursdóttir - Aðlögun einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra að krabbameinssjúkdómi: Langtímarannsókn.
 • Stamatia-Maria Rapti - BLIMP1 mediated Cell Cycle Control in Waldenström Macroglobulinaemia.
 • Hafsteinn Örn Guðjónsson - Greining, uppvinnsla og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi.
 • Jón Þórir Óskarsson - Notagildi frumuflæðisjárrannsókna í eftirfylgni einstaklinga með forstig mergæxlis.
 • Rannís: Bylgja Valtýsdóttir - Áherslur á fjármögnun krabbameinsrannsókna innan Horizon Europe (Cancer mission).
 • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins – leiðin fram á við - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Fundarstjóri: Gunnhildur Ásta Traustadóttir, formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ).

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?