Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2022

Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Salan á Bleiku slaufunni hefst á Opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem verður fimmtudaginn 29. september í Háskólabíói og er sala á viðburðinn hafin.

Á opnunarviðburðinum verður sérstök forsýning á kvikmyndinni „Mrs. Harris goes to Paris":
,,Mrs. Harris goes to Paris“

Húsið opnar kl. 19:00 með bleikri stemmingu í andyri þar sem samstarfsaðilar kynna og selja bleikar vörur til styrktar átakinu. Klukkan 20:00 er stutt opnunar- og kynningardagskrá átaksins auk þess sem auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Aðgangseyrir er kr. 4.500. Innifalið er miði á sýninguna og Bleika slaufan 2022.

Fjölmörg fyrirtæki hafa þegar skráð sig sem samstarfsaðila Bleiku slaufunnar og verður hægt að nálgast allar upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem þeir bjóða á bleikaslaufan.is á allra næstu dögum.

Bleiki dagurinn verður föstudaginn 14. október og hvetjum við alla til að byrja að huga að því að undirbúa eitthvað skemmtilegt í tilefni Bleika dagsins.


Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Lesa meira

16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?