Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2022

Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Það var mikil gleði þegar samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar, þau Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, sem sér um að senda Bleiku slaufurnar á yfir 300 sölustaði vítt og breitt um landið, og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framleiðslu á Bleiku slaufunni í ár, afhentu Krabbameinsfélaginu Bleiku slaufurnar sem í ár eru hannaðar af Orrifinn Skartgripum.

Hér má sjá þegar fyrsti kassinn af slaufunum var opnaður og voru allir sammála um að slaufan væri enn á ný geggjuð!

Salan á Bleiku slaufunni hefst fimmtudaginn 29. september á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn verður í Háskólabíói. Sala er hafin á viðburðinn - tryggðu þér miða.

IMG_1483IMG_1466


 


Fleiri nýjar fréttir

26. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira
Eyþór Gylfason, matreiðslumaður.

24. maí 2023 : Kvöldverður til styrktar Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Eyþór Gylfason, matreiðslumaður, stendur fyrir styrktarkvöldverði þann 8. júní næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Monkeys Restaurant. Ágóðinn af kvöldinu rennur óskiptur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og mun styðja við íslenskar krabbameinsrannsóknir.

Lesa meira

19. maí 2023 : Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Lesa meira

17. maí 2023 : Appelsínugul viðvörun í kortunum

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins haldinn 13. maí 2023 skorar á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?