Ása Sigríður Þórisdóttir 24. mar. 2023

Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Gunnhildur greindist mjög ung með brjóstakrabbamein, 38 ára gömul og lést þann 17. mars sl., einungis 63 ára. Líf með illkynja sjúkdóm er stórt verkefni en það var hlutskipti Gunnhildar og fjölskyldu hennar í 25 ár.

Á þessum tíma hefur Gunnhildur verið sterk fyrirmynd og hvatning fyrir marga. Hún hefur komið fram og sagt sína sögu og sannarlega lagt sitt af mörkum, bæði til annarra í svipaðri stöðu og til vísindanna.

Þegar Gunnhildur stofnaði Göngum saman-hópinn var brotið blað. Að amerískri fyrirmynd var farið að ganga, bæði fólki til heilsubótar en líka til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameinum. Hópurinn, alltaf með Gunnhildi í fararbroddi, hefur nú styrkt krabbameinsrannsóknir hér á landi, ekki síst unga vísindamenn, um 120 milljónir. Markmið Gunnhildar var alveg skýrt, lækningu við brjóstakrabbameini skyldi finna.

Samstarf Göngum saman og Krabbameinsfélagsins var alltaf með ágætum og Gunnhildur lagði Krabbameinsfélaginu lið á margan hátt í gegnum tíðina, síðast í stuttu myndbandi þar sem hún tók undir mikilvægi þess að aðstaða sjúklinga í lyfjameðferð á Landspítala yrði bætt.

Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?