Svona nýtist þinn stuðningur
Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.
Starfsemi félagsins byggir á styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum og Mottumars er ein af lykilstoðunum í starfsemi félagsins.
Með stuðningi þínum í Mottumars gerir þú félaginu kleift að:
- styðja fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra með ókeypis ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa.
- styrkja íslenskar krabbameinsrannsóknir sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
- sinna ýmiss konar fræðslu, forvarnarstarfi, námskeiðshaldi og fleiru sem miðar að því að draga úr líkum á krabbameinum og bæta líf fólks með krabbamein.
- sinna hagsmunagæslu og beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir fólk með krabbamein.
Kynntu þér starfsemi Krabbameinsfélagsins nánar á vefsíðu félagsins og í ársskýrslu félagsins þar sem farið er ítarlega yfir starfsemi ársins.
Hér má einnig sjá 70 ára tímalínu yfir starfsemi félagsins.