Anna Margrét Björnsdóttir 23. mar. 2023

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að senda flotta fulltrúa félagsins í íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu og á fjölfarna staði. Markmiðið er að kynna starfsemi Krabbameinsfélagsins með persónulegri nálgun og gefa fólki kost á að spyrja spurninga um fyrirkomulagið.

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á framlögum einstaklinga og fyrirtækja og því er stuðningur af þessu tagi afar mikilvægur í baráttunni gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið lætur sig allt varða þegar krabbamein eru annars vegar og sinnir öflugri hagsmunagæslu, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvörnum. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land og er þátttaka þeirra í baráttunni gegn krabbameini því ómetanleg.

Takið endilega vel á móti fulltrúunum okkar ef þið rekist á þá á förnum vegi.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?