Anna Margrét Björnsdóttir 23. mar. 2023

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að senda flotta fulltrúa félagsins í íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu og á fjölfarna staði. Markmiðið er að kynna starfsemi Krabbameinsfélagsins með persónulegri nálgun og gefa fólki kost á að spyrja spurninga um fyrirkomulagið.

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á framlögum einstaklinga og fyrirtækja og því er stuðningur af þessu tagi afar mikilvægur í baráttunni gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið lætur sig allt varða þegar krabbamein eru annars vegar og sinnir öflugri hagsmunagæslu, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvörnum. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land og er þátttaka þeirra í baráttunni gegn krabbameini því ómetanleg.

Takið endilega vel á móti fulltrúunum okkar ef þið rekist á þá á förnum vegi.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?