Guðmundur Pálsson 27. mar. 2023

Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ Hægt að horfa á upptöku af málþinginu hér.

Málþingið fer fram í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8 og hefst kl. 08:00 og er áætlað að því ljúki kl. 10:00. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins flytur erindi á málþinginu, auk þess sem fram koma áhrifamiklar reynslusögur bæði krabbameinsgreindra og aðstandenda.

https://livestream.com/krabb/malthing31032023

Dagskrá:

  • 8:00 - 8:30: Léttur morgunverður
  • 8:30 – 8:40: Setning – Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • 8:40 – 9:00: Niðurstöður könnunar Áttavitans á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein, á árunum 2015 – 2019, af greiningar- og meðferðarferlinu – Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
  • 9:00 – 9:15: Hann beið of lengi – Sigrún Jóhannesdóttir segir sögu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, sem greindist með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2016
  • 9:15 – 9:30: „Sem betur fer hummaði ég þetta ekki af mér“ – saga Róberts Jóhannssonar, sem greindist með krabbamein í ristli eftir að hafa fundið fyrir einkennum og leitað til læknis
  • 9:30 – 9:45: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna – Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
  • 9:45 – 10:00: Samtal og lok örþings

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?