Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2023

Upp með sokkana í Mottumars

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár.

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á sjálfsaflafé. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átakið er því ómetanlegur til að ná betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Samkvæmt samantekt frá árunum 2017-2021 greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein. Á sama tímabili létust 317 karlmenn úr krabbameinum.

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Krabbameinsfélagið vill því hvetja karlmenn til að bíða ekki of lengi með að leita til læknis ef einkenna verður vart. Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfurnar.

Upp með sokkana

Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður, eiga heiðurinn af sokkunum þar sem brimrót hafsins er í aðalhlutverki. „Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til að hanna Mottumars sokkana í ár í samstarfi við kollega minn Þórdísi Claessen og í nánum samskiptum við Krabbameinsfélagið,“ segir Rakel Sólrós. „Með hönnuninni vildum við gera sjómanninum og hafinu hátt undir höfði með fallegu mynstri af öldum í mörgum bláum tónum. Þetta er okkar erfðaefni og grunnur 66°Norður.

https://www.youtube.com/watch?v=AWSl5KfrN3M

Baujan vísar okkur veginn

Við hönnun sokkanna unnu þær með fánalitina með aðaláhersluna á bláu tónana til þess að ná ákveðinni dýpt sem býr í sjónum. Hællinn táknar síðan rauðu baujuna í ólgusjónum, vegvísinn sem sjómenn og Íslendingar þekkja vel. „Þegar við sjáum baujuna vitum við að við erum á réttum stað. Þetta er áminningin fyrir okkur að halda utan um heilsuna,” segir Þórdís, og tengir þar með við yfirskrift átaksins sem hvetur karlmenn til að leita til læknis ef þeir eru með einkenni. „Þetta er svolítið eins og að hnýta hringinn að halda utan um hvert annað eins og hafið gerir. Það heldur utan um okkur.”

 Sokkarnir fást í tveimur stærðum: 36-40 og 41-45 á hátt í 400 sölustöðum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.

Iraiser-cardimage1

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið og Skeggkeppnin er í fullum gangi. Á vefsíðu Mottumars (https://www.mottumars.is/skeggkeppni/) geta vinir, vandamenn og landsmenn allir lagt málefninu lið með því að heita á keppendur í Mottukeppninni.

Mottudagurinn 31. mars

Mottumars nær hámarki föstudaginn 31. mars þegar Mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag.

Nánari upplýsingar má finna á Mottumars.is.


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?