Guðmundur Pálsson 7. nóv. 2018

Almanna­heill 10 ára: Fag­mennska og trú­verðug­leiki félaga­samtaka

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. 

Í tilefni afmælisins ritaði Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, neðangreinda grein og birtist hún í Morgunblaðinu í morgun.

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. Að því tilefni er vert að staldra við og spyrja til hvers við þurfum slík samtök.

Félagasamtök á Íslandi sem starfa í almannaþágu bæta samfélagið okkar á margan hátt. Almannaheillafélög vinna að því að auðga líf fólks, dýra eða vernda náttúruna án hagnaðarsjónarmiða. Í þessum félögum starfa sjálfboðaliðar sem vinna á óeigingjarnan hátt árið um kring. Slíkt sjálfboðastarf er reyndar mannræktandi í sjálfu sér og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að þátttaka í sjálfboðaverkefnum eykur lífsgæði sjálfboðaliðanna sjálfra.

Almannaheillafélög í landinu eru fjölmörg og eru samtals með tugiþúsunda félagsmanna sem þjóna margfalt fleirum. Almannaheill eru samstarfsvettvangur þessara félaga og sjálfseignarstofnana á Íslandi sem vinna að almannaheill án hagnaðarsjónarmiða. Marmiðið er að stuðla að fagmennsku og trúverðugleika slíkra félaga og bæta starfsskilyrði þeirra. Almannaheill er vettvangur þar sem félagasamtök læra hvert af öðru og þar sem færi gefst til að eiga samtal og stilla af kúrsinn miðað við breyttar áherslur í heiminum og alþjóðlega viðtekin gildi. Dæmi um verkefni Almannaheilla eru siðareglur fyrir félagasamtök, tillögur að heildarlögum um almannaheillafélög, nám fyrir stjórnendur félagasamtaka, Lýsa (áður Fundur fólksins), árleg lýðræðishátíð. Nýverið gerðu Almannaheill samning við yfirvöld um að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir íslenskum félagasamtökum.

Þegar við, almenningur, fyrirtæki og yfirvöld, styðjum félagasamtök til góðra verka viljum við geta treyst þeim. Við viljum að fólkið eða málefnið sem félagasamtökin starfa fyrir njóti faglegrar hjálpar, að félagasamtökin taki vandaðar ákvarðanir, fari vel með fjármagn og komi í veg fyrir hagsmunaárekstra. Við viljum ekki að fjármálaóreiða eða eiginhagsmunapot i félagasamtökunum skaði málstaðinn sem við styðjum. Því miður er alltaf hætta á að það gerist í félagasamtökum eins og annars staðar þar sem peningar og hagsmunir eru í húfi. Gæðastarf og stuðningur við félagsamtök eru því mikils virði.

Á afmælishátíð Almannaheilla í dag 7. nóvember afhendir forsetinn viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 einum félagasamtökum til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.
Framtíð félaga til almannaheilla á Íslandi er björt. Fleiri og fleiri einstaklingar vilja taka þátt í starfsemi félaga sem hafa ríkan tilgang fyrir samfélagið. Almannaheill mun halda áfram að styðja við slík félög og hjálpa þeim að starfa af fagmennsku og trúverðugleika.

Ketill Berg Magnússon Formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans (Grein þessi birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóv 2018)


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?