Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018

Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

  • Frá fundi norrænu krabbameinssamtakanna í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l.

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Íslenskir vísindamenn koma að fjórum verkefnum sem hlutu styrk. Það eru Ágúst Ingi Ágústsson, í verkefninu Comparing cervical cancer screening in the Nordic countries: Transition from cytology to HPV testing, Laufey Tryggvadóttir, í verkefnunum New wave of joint Nordic studies on work and cancer og Antireflux surgery and cancer risk in the Nordic Antireflux Surgery Cohort (NordASCo), og Unnur Þorsteinsdóttir, í verkefninu Genetic predisposition for multiple myeloma: clinical impact of recently identified risk variants. 

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands, undir forystu Þórunnar Rafnar, tók þátt í að leggja faglegt mat á þær 30 umsóknir sem bárust í ár.

Krabbameinsfélagið sendir styrkþegum hamingjuóskir og þakkar Vísindaráðinu kærlega fyrir vel unnin störf.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?