Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018

Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

  • Frá fundi norrænu krabbameinssamtakanna í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l.

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Íslenskir vísindamenn koma að fjórum verkefnum sem hlutu styrk. Það eru Ágúst Ingi Ágústsson, í verkefninu Comparing cervical cancer screening in the Nordic countries: Transition from cytology to HPV testing, Laufey Tryggvadóttir, í verkefnunum New wave of joint Nordic studies on work and cancer og Antireflux surgery and cancer risk in the Nordic Antireflux Surgery Cohort (NordASCo), og Unnur Þorsteinsdóttir, í verkefninu Genetic predisposition for multiple myeloma: clinical impact of recently identified risk variants. 

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands, undir forystu Þórunnar Rafnar, tók þátt í að leggja faglegt mat á þær 30 umsóknir sem bárust í ár.

Krabbameinsfélagið sendir styrkþegum hamingjuóskir og þakkar Vísindaráðinu kærlega fyrir vel unnin störf.


Fleiri nýjar fréttir

17. okt. 2019 : Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

11. okt. 2019 : Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 15. október

Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

10. okt. 2019 : Bleika slaufan nánast uppseld og Bleiki dagurinn er á morgun

Örfá eintök eru eftir af Bleiku slaufunni 2019 hjá Krabbameinsfélaginu en mikil eftirspurn hefur verið eftir slaufunni í ár. Enn er þó hægt að fá slaufur hjá einhverjum söluaðilum víða um land.

Lesa meira

30. sep. 2019 : Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?