Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018

Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

  • Frá fundi norrænu krabbameinssamtakanna í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l.

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Íslenskir vísindamenn koma að fjórum verkefnum sem hlutu styrk. Það eru Ágúst Ingi Ágústsson, í verkefninu Comparing cervical cancer screening in the Nordic countries: Transition from cytology to HPV testing, Laufey Tryggvadóttir, í verkefnunum New wave of joint Nordic studies on work and cancer og Antireflux surgery and cancer risk in the Nordic Antireflux Surgery Cohort (NordASCo), og Unnur Þorsteinsdóttir, í verkefninu Genetic predisposition for multiple myeloma: clinical impact of recently identified risk variants. 

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands, undir forystu Þórunnar Rafnar, tók þátt í að leggja faglegt mat á þær 30 umsóknir sem bárust í ár.

Krabbameinsfélagið sendir styrkþegum hamingjuóskir og þakkar Vísindaráðinu kærlega fyrir vel unnin störf.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?