Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018

Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

  • Frá fundi norrænu krabbameinssamtakanna í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l.

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Íslenskir vísindamenn koma að fjórum verkefnum sem hlutu styrk. Það eru Ágúst Ingi Ágústsson, í verkefninu Comparing cervical cancer screening in the Nordic countries: Transition from cytology to HPV testing, Laufey Tryggvadóttir, í verkefnunum New wave of joint Nordic studies on work and cancer og Antireflux surgery and cancer risk in the Nordic Antireflux Surgery Cohort (NordASCo), og Unnur Þorsteinsdóttir, í verkefninu Genetic predisposition for multiple myeloma: clinical impact of recently identified risk variants. 

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands, undir forystu Þórunnar Rafnar, tók þátt í að leggja faglegt mat á þær 30 umsóknir sem bárust í ár.

Krabbameinsfélagið sendir styrkþegum hamingjuóskir og þakkar Vísindaráðinu kærlega fyrir vel unnin störf.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?