Guðmundur Pálsson 29. nóv. 2018

Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins - stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Happdrættismiðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir út. Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna og dregið verður þann 24. desember.

Dregið var 24. desember. Listi yfir vinningsnúmer verður birtur hér á vefnum síðdegis föstudaginn 28. desember og í dagblöðum laugardaginn 29. desember.

Stuðningur við margþætta starfsemi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir, stuðningur við krabbameinssjúklinga, og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhags­stuðningi við það.

Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna. 

  • Aðalvinningurinn, að verðmæti 4.490.000 krónur, er Peugeot 3003 frá bílaumboðinu Brimborg. 
  • Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna. 
  • 120 vinningar eru í formi úttektar hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur. 
  • Einnig eru 162 vinningar í formi úttektar hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur. 

Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember.

Jolahappdraetti-midi

Krabbameinsfélagið hvetur stuðningsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Happdrættismiðarnir eru nú sendir sem greiðsluseðlar til að auðvelda þeim sem vilja taka þátt í happdrættinu að greiða miðana í heimabanka eða netbanka og eiga þannig möguleika á glæsilegum vinningum. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins að Skógarhlíð 8. Þeir sem vilja borga miðana með greiðslukorti geta hringt í síma 540 1900, en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um happdrættið. Krabbameinsfélagið hefur haft það fyrir venju í marga áratugi að hringja í vinningshafa og tilkynna þeim um vinninga.

Ár hvert greinast að meðaltali um 1.600 manns með krabbamein hér á landi. Hjá konum er brjósta­krabba­mein algengast og hjá körlum er það krabbamein í blöðruhálskirtli. Í öðru sæti er lungna­krabbamein hjá báðum kynjum og ristilkrabbamein í því þriðja. Nú eru á lífi um 14.700 einstaklingar sem hafa fengið krabbamein. Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Um fjórðung dauðsfalla á Íslandi má rekja til krabbameins.

Nóvember 2018


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?