Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018

HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

  • Þorbjörg Jónsdóttir, deildarstjóri frumurannsóknastofu með fyrstu sendinguna. Með henni eru lífeindafræðingarnir Auður Eiríksdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, og Herdís J. Guðjónsdóttir.

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagins hóf mælingar á Human Papiloma Virus, HPV sem talinn er meginorsök leghálskrabbameins,  í byrjun árs 2015 og hafa sýnin verið send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar.

Sýkladeild Landsspítalans í Ármúla hefur nú sett upp tækjabúnað til þessarar greiningar og hefur Krabbameinsfélagið náð samningum við LSH um samstarf sem hófst formlega í dag með fyrstu sendingunni.  

Héðan í frá verða sýni send og niðurstöður fengnar vikulega. Biðtími eftir svörum mun því styttast verulega og hagræðing aukast.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?