Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018

HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

  • Þorbjörg Jónsdóttir, deildarstjóri frumurannsóknastofu með fyrstu sendinguna. Með henni eru lífeindafræðingarnir Auður Eiríksdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, og Herdís J. Guðjónsdóttir.

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagins hóf mælingar á Human Papiloma Virus, HPV sem talinn er meginorsök leghálskrabbameins,  í byrjun árs 2015 og hafa sýnin verið send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar.

Sýkladeild Landsspítalans í Ármúla hefur nú sett upp tækjabúnað til þessarar greiningar og hefur Krabbameinsfélagið náð samningum við LSH um samstarf sem hófst formlega í dag með fyrstu sendingunni.  

Héðan í frá verða sýni send og niðurstöður fengnar vikulega. Biðtími eftir svörum mun því styttast verulega og hagræðing aukast.


Fleiri nýjar fréttir

17. okt. 2019 : Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

11. okt. 2019 : Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 15. október

Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

10. okt. 2019 : Bleika slaufan nánast uppseld og Bleiki dagurinn er á morgun

Örfá eintök eru eftir af Bleiku slaufunni 2019 hjá Krabbameinsfélaginu en mikil eftirspurn hefur verið eftir slaufunni í ár. Enn er þó hægt að fá slaufur hjá einhverjum söluaðilum víða um land.

Lesa meira

30. sep. 2019 : Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?