Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018

HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

  • Þorbjörg Jónsdóttir, deildarstjóri frumurannsóknastofu með fyrstu sendinguna. Með henni eru lífeindafræðingarnir Auður Eiríksdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, og Herdís J. Guðjónsdóttir.

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagins hóf mælingar á Human Papiloma Virus, HPV sem talinn er meginorsök leghálskrabbameins,  í byrjun árs 2015 og hafa sýnin verið send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar.

Sýkladeild Landsspítalans í Ármúla hefur nú sett upp tækjabúnað til þessarar greiningar og hefur Krabbameinsfélagið náð samningum við LSH um samstarf sem hófst formlega í dag með fyrstu sendingunni.  

Héðan í frá verða sýni send og niðurstöður fengnar vikulega. Biðtími eftir svörum mun því styttast verulega og hagræðing aukast.


Fleiri nýjar fréttir

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

16. jún. 2022 : Sumar­happ­drætti: Dregið 17. júní - átt þú miða?

Hægt er að greiða heimsenda miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?