Ása Sigríður Þórisdóttir 16. apr. 2020

Karlaklefinn samfélagsvefur ársins

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins unnið í samvinnu við Hugsmiðjuna. Þar eru viðkvæm viðfangsefni rædd án málalenginga, fjallað um krabbamein, forvarnir og leiðir til betri almennrar heilsu.

Við erum afar stolt yfir að Karlaklefinn.is hafi verið valinn samfélagsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum.

Hugmyndin að Karlaklefanum kemur frá starfsmönnum Krabbameinsfélagsins og hefur félagið átt frábært samstarf við Hugsmiðjuna um tæknilegar útfærslur. Karlaklefinn er ekki átaksverkefni heldur langtímaverkefni sem ætlað er að vaxa og þróast.

Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og miðla upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl, krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin.

  • Samfélagsvefur ársins Karlaklefinn - Framleiðandi: Hugsmiðjan

Í umsögn dómnefndar segir:
Samfélagsvefur ársins er skýr, þægilegur og stútfullur af gæðaefni. Einfalt er að vafra um vefinn og finna það sem leitað er að, en allt efnið er flokkað á nákvæman hátt og sett fram með stílhreinum hætti.Fyrsti áfangi Karlaklefans var opnaður þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars, árlegu fjáröflunar- og fræðsluátaki Krabbameinsfélagsins. Það var auglýsingastofan Brandenburg og framleiðslufyrirtækið Republik sem unnu eftirminnilega sjónvarpsauglýsingu sem segja má að hafi slegið rækilega í gegn
og á sjá með þvi að smella á myndina hér til hliðar.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?