Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2020

Blóðskimun til bjargar

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli. Ef hægt er að greina forstig krabbameina eða meinin á byrjunarstigi aukast líkur á að koma megi í veg fyrir þau eða lækna þau.

Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé sem er meðal annars nýtt til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu og forvarna. Eitt af þeim verkefnum sem félagið styrkir veglega er rannsóknin Blóðskimun til bjargar, með því að kosta aðstöðu fyrir rannsóknina í húsnæði félagsins í Skógarhlíð. Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta gríðarlega miklu máli fyrir þekkingu á krabbameinum.

Við tókum tali Dr. Sigrúnu Þorsteinsdóttur lækni, sem er nýdoktor við rannsóknina og spurðum hana út í hvernig rannsóknin gangi. Sigrún segir að yfir 80 þúsund Íslendingar yfir 40 ára hafi samþykkt að taka þátt í rannsókninni og búið sé að senda yfir 67 þúsund blóðprufur í rafdrátt. Enn er verið að safna sýnum. “Nú þegar hafa 2900 greinst með forstigið góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS), algengið er samkvæmt því um 4,7% á Íslandi, hærra hjá körlum eða 5,6% en 3,9% hjá konum” segir Sigrún.

Hvernig fer þetta fram?

Sigrún segir að þeim sem greinast með forstig sé raðað af slembni í þrjá hópa og tveir af hópunum kallaðir inn í rannsóknir. “Úr þeim hafa verið tekin 1200 beinmergssýni og þannig greindir 122 með mallandi mergæxli sem er lengra gengið forstig. Við höfum greint 24 með mergæxli og þau eru flest komin í meðferð á Landspítala eða á sjúkrahúsinu á Akureyri” segir Sigrún.

Rannsóknargögn sem nýtast til framtíðar

Að sögn Sigrúnar hefur miklu af sýnum verið safnað í lífsýnasafn, bæði blóðsýnum, þvagi og beinmerg. Sigrún segir rannsóknarhópinn hafa aðgang að mörgum íslenskum gagnagrunnum (Krabbameinsskrá, ICD greiningum úr sjúkrahúslegum, göngudeildum og heilsugæslum, lyfjagagnagrunni og fleiru). Þannig séu því mörg rannsóknartækifæri í gögnunum. Andleg líðan er eitt af því sem allir eru spurðir um, segir Sigrún, með reglulegum spurningalistum. Sú rannsókn hefur fengið myndarlega styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Þátttaka landsmanna skiptir máli

“Aðal rannsóknarspurningin er hvort að það borgi sig að skima fyrir forstigi mergæxlis, en henni höfum við ekki svarað enn. Það er mikil vinna á bak við alla þessa sýnasöfnun og rannsóknir og við erum mjög þakklát öllum sem taka þátt í því með okkur og þátttakendunum sem eru mjög viljugir til að leggja sitt af mörkum til vísindanna” segir Sigrún að lokum.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?