Ása Sigríður Þórisdóttir 26. apr. 2020

Skimanir hefjast að nýju

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Leitarstöðin opnar að nýju þann 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum vegna Covid-19. Opnað hefur verið fyrir tímapantanir og hvetjum við allar konur sem hafa fengið boðsbréf til að bóka tíma. 

Í samræmi við fyrirmæli Landlæknis var gert tímabundið hlé á skimunum Leitarstöðvarinnar en við opnum á ný 4. maí, með fyrirvara um að faraldurinn blossi ekki upp aftur.

Tekið er við tímapöntunum í síma 540 1919 og á bókunarformi á netinu .

Við höldum áfram að gera okkar ýtrasta til að fara eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis, passa upp á fjarlægð á milli einstaklinga og fjölda í hverju rými.

Því er mikilvægt að konur:

  • Komi á þeim tíma sem þær hafa bókað, ekki of snemma og ekki of seint.
  • Komi ekki í fylgd með öðrum inn á Leitarstöðina, þurfi þær aðstoð eru þær beðnar um að hafa samband við Leitarstöðina í síma 540 1919.
  • Bíði með að koma til okkar hafi þær flensulík einkenni.

Við biðjum alla sem koma í Leitarstöðina að sýna þolinmæði og tillitsemi svo unnt sé að fylgja þessum fyrirmælum.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur.

https://youtu.be/joeaQpz8g9Y

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?