Ása Sigríður Þórisdóttir 21. apr. 2020

Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins

 Krabbameinsfélagið hefur reynt að bregðast við þessu ástandi, fyrir sína skjólstæðinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, með ýmsum leiðum

Stjórn Almannaheilla hvetur félagasamtök til að styðja við félagsmenn sína og skjólstæðinga eftir öllum þeim leiðum sem tiltækar eru. Krabbameinsfélagið hefur reynt að bregðast við þessu ástandi, fyrir sína skjólstæðinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, með ýmsum leiðum. Símaþjónusta hefur verið stóraukin og er nú veitt símaráðgjöf alla virka daga frá kl. 09-16. Símanúmerið er 800 4040 og er gjaldfrjálst. Þá hefur einnig verið lögð aukin áhersla á rafræna fræðslu af margvíslegu tagi svo sem streymi og útsendingar á margvíslegu fræðsluefni.

Til að sinna hlutverkum sínum þurfa félagasamtök sem vinna að almannaheill eins og áður að reiða sig á stuðning almennings, opinberra aðila og annarra stuðningsaðila. Þeir sem eiga þess kost að leggja af mörkum vinnu, sérfræðiþekkingu, aðstöðu eða fjármuni ættu að beina sjónum sínum til viðurkenndra samtaka og leggja þeim lið við að forða frekari skaða en sjálf veiran veldur á heilsu fólks.

Hægt er að nálgast yfirlýsingu stjórnar Almannaheilla í heild sinni hér.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?