Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 27. sep. 2016

Fimm milljónir frá velunnurum Krabbameins­félagsins renna til tækjakaupa

  • Siemend-mammo4

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Við erum velunnurum okkar hjartanlega þakklát fyrir stuðninginn. Velunnarar vita vita að baráttan gegn krabbameini er langtímaverkefni, sem skilar árangri með þrautseigju og þolinmæði. Reglulegt framlag þeirra gerir okkur kleift að skipuleggja starf okkar til lengri tíma og ná varanlegum árangri.

Siemend-mammo5


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?