Rannveig Björk Gylfadóttir 1. sep. 2016

Fólk sem greinist með krabbamein þarf góða endurhæfingaþjónustu. Við getum-ég get.

  • Rannveig Björk Gylfadóttir sérfræðingur í krabbameinshjúkrun og formaður stjórnar fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga

Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega, 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM − ÉG GET. Mikilvægt er að samfélög og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að draga úr tíðni krabbameina og áhrifum sjúkdómsins.Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og fer nú af stað, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, með röð greina undir heitinu Við getum – ég get. Í þessari grein er áhersla lögð á mikilvægi endurhæfingar.

Staða endurhæfingar

Í árslok 2014 voru rúmlega 13.000 Íslendingar á lífi sem höfðu einhvern tíma greinst með krabbamein. Þeim einstaklingum fjölgar stöðugt sem læknast og einnig þeim sem lifa í mörg ár með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Krabbameininu, og meðferð við því, fylgja margvísleg einkenni og vandamál af sálrænum, líkamlegum, félagslegum og tilvistarlegum toga m.a. þreyta, verkir, kvíði, þunglyndi og erfiðleikar við að snúa aftur til daglegra starfa. Þetta og fleira til getur haft viðvarandi áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans í langan tíma eftir að sjúkdómsmeðferð er lokið. 

 er lengra en 15-20 ár síðan farið var að benda á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtök krabbameinsfélaga á Norðurlöndum (NCU) hafa sett fram þá stefnu að endurhæfing verði órjúfanlegur hluti meðferðar allra einstaklinga sem greinast með krabbamein. Á Íslandi eru ýmis endurhæfingarúrræði í boði og margt hefur gefist vel, samt sem áður er hér ýmislegt sem betur má fara. Það er til dæmis misjafnt hverjir fá markvissa endurhæfingarþjónustu og hvenær í ferlinu hún er veitt. Ástæðan getur verið skortur á samstarfi milli þjónustuaðila, skortur á sérhæfðu fagfólki á öllum þjónustustigum og skortur á fjármagni til málaflokksins. 

WCD2016_FacebookCovers_Before4Feb_Icelandic_LightBlue_NoArrow

Markmið endurhæfingar

Mælt er með því að endurhæfing hefjist strax eftir að einstaklingur greinist með krabbamein og taki mið af þörfum hans og sé veitt eins lengi og talið er að hver og einn þurfi á að halda. Þjónustan á að vera heildræn þar sem unnið er með afleiðingar sjúkdóms og meðferðar. Markmiðið ætti að vera að auka virkni einstaklingsins og að hjálpa honum við að endurheimta og viðhalda sem bestri heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn setur. Þjónustan á að byggja á fjölbreyttri þjónustu og samvinnu. ÉG GET- endurhæfst til daglegra starfa! Hvort sem fólk er á leið til vinnu eða annarra daglegra starfa, í eða eftir krabbameinsmeðferð, þá getur falist í því mikil áskorun. Um leið er það fólki mjög mikilvægt að komast aftur inn í sína venjulegu rútínu, en með því vex sjálfstraust og trú á eigin getu og félagsleg samskipti eflast um leið. VIÐ GETUM- sem samfélag, stutt við fólk sem hefur fengið krabbamein til að endurhæfast til daglegra starfa! Við þurfum að sýna einstaklingnum skilning og sveigjanleika, leyfa honum að ræða opinskátt um líðan sína og takmarkanir vegna sjúkdóms og meðferðar. Mjög brýnt er t.d. að endurkoma aftur á vinnustað sé eins þægileg og kostur er og að einstaklingurinn fái aðlögun og verkefni við hæfi frá vinnuveitendum.

Framtíðarsýn endurhæfingar

Þó framfarir hafi orðið síðustu ár, þá vantar töluvert ennþá upp á að hægt sé að veita fólki sem fær krabbamein viðeigandi endurhæfingu. Skrefin hafa líka stundum verið stigin afturábak, t.d. þegar samningur féll niður árið 2015 milli Heilsustofnunar NLFÍ og Sjúkratrygginga Íslands um niðurgreiðslu þjónustunnar þar, sem hafði nýst mörgum vel. Velferðarráðuneytið hefur verið síðastliðna mánuði að undirbúa útgáfu krabbameinsáætlunar, en þar er meðal annars fjallað um endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Vonast er til þess að áætluninni verði komið í framkvæmd sem fyrst.

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga hvetur Alþingi og ráðamenn þjóðarinnar til að  hlúa  enn betur að þessum málaflokki, með skýrari stefnu, auknu fjárframlagi og tryggja jafnt aðgengi allra að endurhæfingarþjónustu, óháð efnahag.

Rannveig Björk Gylfadóttir er sérfræðingur í krabbameinshjúkrun og formaður stjórnar fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga. Starfar með endurhæfingarteymi fyrir krabbameinssjúklinga og við slökunarmeðferð á Landspítala.

Heimildir:


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?