Ása Sigríður Þórisdóttir 11. nóv. 2021

Pabbamein - Tíminn er dýrmætur. Ekki bíða til æviloka

Í tengslum við Feðradaginn, 14. nóvember er Krabbameinsfélagið með mikilvæg skilaboð til feðra: að fara inn á pabbamein.is og kynna sér helstu einkenni krabbameina og fara strax til læknis ef einkenna verður vart.

Tíminn er dýrmætur. Ekki bíða til æviloka

Skilaboðin eru afar þörf og brýn því nýjar niðurstöður úr Áttavitanum, rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015 - 2019 sýna að aðeins 35% karla samanborið við 60% kvenna leituðu til læknis innan mánaðar eftir að þeir fóru að finna fyrir einkennum eða óþægindum sem reyndust vera vegna krabbameins. Einn af hverjum sjö körlum (14%) beið lengur en í ár með að leita til læknis frá því þeir fóru að finna fyrir einkennum.

Því fyrr sem krabbamein uppgötvast, því meiri líkur eru á bata. Því er mjög mikilvægt að pabbar þekki einkennin og bregðist strax við þeim.

Pabbamein.is

Á pabbamein.is geta pabbar lesið sér til um einkenni krabbameina, tekið pabbameinsprófið og skráð sig í Karlaklúbb Krabbameinsfélagsins. Félagar í Karlaklúbbnum fá sérstök skilaboð um leiðir til að draga úr hættu á krabbameinum, um helstu einkenni og annað gott og gagnlegt.

Pabbamein.is er vefsvæði í Karlaklefa Krabbameinsfélagsins (karlaklefinn.is) þar sem fjallað er um heilsu, forvarnir, veikindi og reynslu karla tengda krabbameinum.

Þriðji hver karl greinist með krabbamein á ævinni

Árlega greinast 860 karlar með krabbamein og 320 karlar látast af völdum krabbameina (meðaltal). Krabbameinum hjá körlum fjölgar verulega upp úr fimmtugu. Á næstu 15 árum er spáð 28% fjölgun krabbameinstilvika á Íslandi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar.

Pabbamein-Hus-verslunarinnar


Eitt merki fyrir hvern karl sem deyr úr krabbameini árlega

Risa bindi, 27 metrar, hefur verið sett á Hús verslunarinnar með 320 merkjum Krabbameinsfélagsins. Pabbar, er eitthvað öðruvísi en venjulega?

Hér eru möguleg einkenni sem pabbar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hafðu samt í huga að í mjög mörgum tilvikum eiga einkennin sér aðrar skýringar en krabbamein. Það er öruggast að vera viss.

 • Óvenjuleg blæðing, til dæmis frá endaþarmi, blóð í hægðum, þvagi eða hráka
 • Þykkildi eða hnútar, til dæmis í pung, nára, handarkrika eða á tungu
 • Óútskýrt þyngdartap
 • Þrálátur hósti eða hæsi
 • Langvarandi kyngingarerfiðleikar
 • Sár sem ekki gróa, til dæmis í munni eða á kynfærum
 • Breytingar á hægðum eða þvaglátum, til dæmis langvarandi niðurgangur eða hægðatregða, blóð í hægðum, erfiðleikar við að pissa
 • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum, til dæmis stærð, lögun eða litur
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi, til dæmis magaverkir eða uppþemba
 • Þreyta sem ekki minnkar við hvíld
 • Viðvarandi verkir án þess að orsök sé ljós

Nánari upplýsingar má finna á pabbamein.is


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?