Ása Sigríður Þórisdóttir 18. nóv. 2021

Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Orðið Heilsumeðvera er samsett úr orðunum Heilsuvera og Meðvera. Heilsuvera vísar til viðmóts sjúklings á Heilsuvera.is, sem tengist Meðveru sem er viðmót meðferðarteymis sjúklings í sjúkraskrákerfi Sögu á Landspítala.

Þetta virkar þannig að sjúklingar í Krabbameinsþjónustu fá aðgang að nýrri einingu í Heilsuveru sem nefnist Meðferð. Þar hafa þeir aðgang að skilaboðagátt við sitt meðferðarteymi, fræðsluefni og spurningalistum um líðan og einkenni sem mikilvægt er að fylgjast með. Meðferðarteymi sjúklings getur haldið utan um hópa sjúklinga í Meðveru, sent þeim fræðsluefni, spurningalista og skilaboð.

Reglulegt mat á líðan og einkennum hjá sjúklingum í heimahúsum er mjög mikilvægur hluti þessarar samskiptagáttar og meðferðarteymið mun vakta gáttina á hverjum degi og bregðast við svörum sjúklinga. Auk þess fá sjúklingar sjálfvirkt sent fræðsluefni um þau einkenni og vandamál sem þeir merkja við á spurningalistunum.

Tækni- og notendaprófanir sem gerðar voru meðal sjúklinga og hjúkrunarfræðinga sýndu almenna ánægju með þennan nýja rafræna samkiptamöguleika milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Gáttin væri auðveld í notkun og auðveldaði samskipti milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.

Áætlað er að hefja innleiðingu um miðjan nóvember og verður byrjað á á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga. Síðan munu bætast við fleiri deildir í krabbameinsþjónustunni. Innleiðing hefst með þjálfun starfsmanna og upplýsingagjöf til sjúklinga um notkun á heilsuveru. Auk þess verður eftirfylgd og stuðningur við starfsfólk fyrstu mánuðina meðan verið er að innleiða nýtt verklag.

„Krabbameinsfélagið fagnar því að þessi nýja rafræna samskiptagátt Heilsumeðvera sé að komast í gagnið og telur hana vera mjög til hagsbóta fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk" segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélagins.

Krabbameinsfélagið er fjárhagslegur bakhjarl rafrænu samskiptagáttarinnar og hefur félagið veitt til verkefnisins 20 milljónum auk þess sem Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins styrkti verkefnið um 9 milljónir.

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?