Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2021

Dagur í lífi á Rúv

Í þættinum sem sýndur var 31. október var rætt við Hilmar Snæ Örvarsson. Átta ára gamall stóð hann frammi fyrir því að missa annan fótinn vegna krabbameins sem hann greindist með sem lítill drengur. Í dag er hann tvítugur, stundar skíði af kappi og lærir læknisfræðilega verkfræði í Háskóla Íslands. 

Hilmar Snær Örvarsson er tuttugu ára gamall, fæddur og uppalinn fyrstu fimm ár sín í Hollandi þar sem foreldrar hans lærðu læknisfræði. Hann stundar nú sjálfur nám í Háskóla Íslands þar sem hann lærir læknisfræðilega verkfræði. Hver dagur hjá Hilmari hefst á því að hann klæðir sig í gervifótinn sem hann festir á sig með frönskum rennilás, svo fær hann sér hafragraut og fer í skólann.

Hann er í 60% námi en meðfram því stundar hann skíði af kappi. „Skíðin hafa gefið mér mikið,“ segir Hilmar í þættinum Dagur í lífi sem var á dagskrá á RÚV í gær. Hann steig fyrst á skíði þegar hann var staddur á Akureyri árið 2010 og sótti námskeið fyrir einstaklinga með fötlun. Síðan hefur hann æft skíði og keppt um allan heim.

Hilmar var aðeins átta ára þegar hann byrjaði í erfiðri meðferð

Hilmar veiktist áramótin 2008-9, aðeins átta ára gamall en greindist með krabbamein í vinstra hné í janúar. Hann hóf strax lyfjameðferð og var í rúmlega tvo mánuði á mjög sterkum lyfjum. Meðferðin dugði ekki til að losa hann við meinið svo hann þurfti að fara til Svíþjóðar í aðgerð þar sem fótur hans var tekinn.

„Ég var átta ára á þessum tíma,“ rifjar hann upp. „Ég held að enginn átta ára drengur átti sig á því hvað krabbamein er eða sjúkdómur, eða hvernig manni á að líða þegar maður greinist með svona veikindi.“ Sjálfur hafði hann ekki skilning á því hvað væri að gerast en foreldrar hans útskýrðu fyrir honum ástandið og hughreystu hann. „Þau voru náttúrulega eins bjartsýn og hægt var.“

  • Hér má sjá þáttinn í heild sinni í spilara RÚV.
  • Heimild: Ruv.is. Júlía Margrét Einarsdóttir, vefritstjórn. Enginn átta ára drengur áttar sig á hvað krabbamein er. 1. nóvember 2021 (https://www.ruv.is/frett/2021/11/01/enginn-atta-ara-drengur-attar-sig-a-hvad-krabbamein-er).


Blad-krabbameinsfelagsins_forsida_1635865237680

„Ég get“ er mikilvægasta hugsunin


Forsíðuviðtal við Hilmar Snæ í Blaði Krabbameinsfélagsins sem gefið var út 2020. 

Blaðið má nálgast rafrænt hér, Í blaðinu er að finna viðtöl við Hilmar Snæ Örvarsson, ólympíufara, Sigríði Thorlacius, söngkonu og Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Landspítalans og formann Krabbameinsfélagsins. Auk þess er í blaðinu fjöldi greina og upplýsinga um starf félagsins.



Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?