Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2021

Dagur í lífi á Rúv

Í þættinum sem sýndur var 31. október var rætt við Hilmar Snæ Örvarsson. Átta ára gamall stóð hann frammi fyrir því að missa annan fótinn vegna krabbameins sem hann greindist með sem lítill drengur. Í dag er hann tvítugur, stundar skíði af kappi og lærir læknisfræðilega verkfræði í Háskóla Íslands. 

Hilmar Snær Örvarsson er tuttugu ára gamall, fæddur og uppalinn fyrstu fimm ár sín í Hollandi þar sem foreldrar hans lærðu læknisfræði. Hann stundar nú sjálfur nám í Háskóla Íslands þar sem hann lærir læknisfræðilega verkfræði. Hver dagur hjá Hilmari hefst á því að hann klæðir sig í gervifótinn sem hann festir á sig með frönskum rennilás, svo fær hann sér hafragraut og fer í skólann.

Hann er í 60% námi en meðfram því stundar hann skíði af kappi. „Skíðin hafa gefið mér mikið,“ segir Hilmar í þættinum Dagur í lífi sem var á dagskrá á RÚV í gær. Hann steig fyrst á skíði þegar hann var staddur á Akureyri árið 2010 og sótti námskeið fyrir einstaklinga með fötlun. Síðan hefur hann æft skíði og keppt um allan heim.

Hilmar var aðeins átta ára þegar hann byrjaði í erfiðri meðferð

Hilmar veiktist áramótin 2008-9, aðeins átta ára gamall en greindist með krabbamein í vinstra hné í janúar. Hann hóf strax lyfjameðferð og var í rúmlega tvo mánuði á mjög sterkum lyfjum. Meðferðin dugði ekki til að losa hann við meinið svo hann þurfti að fara til Svíþjóðar í aðgerð þar sem fótur hans var tekinn.

„Ég var átta ára á þessum tíma,“ rifjar hann upp. „Ég held að enginn átta ára drengur átti sig á því hvað krabbamein er eða sjúkdómur, eða hvernig manni á að líða þegar maður greinist með svona veikindi.“ Sjálfur hafði hann ekki skilning á því hvað væri að gerast en foreldrar hans útskýrðu fyrir honum ástandið og hughreystu hann. „Þau voru náttúrulega eins bjartsýn og hægt var.“

  • Hér má sjá þáttinn í heild sinni í spilara RÚV.
  • Heimild: Ruv.is. Júlía Margrét Einarsdóttir, vefritstjórn. Enginn átta ára drengur áttar sig á hvað krabbamein er. 1. nóvember 2021 (https://www.ruv.is/frett/2021/11/01/enginn-atta-ara-drengur-attar-sig-a-hvad-krabbamein-er).


Blad-krabbameinsfelagsins_forsida_1635865237680

„Ég get“ er mikilvægasta hugsunin


Forsíðuviðtal við Hilmar Snæ í Blaði Krabbameinsfélagsins sem gefið var út 2020. 

Blaðið má nálgast rafrænt hér, Í blaðinu er að finna viðtöl við Hilmar Snæ Örvarsson, ólympíufara, Sigríði Thorlacius, söngkonu og Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Landspítalans og formann Krabbameinsfélagsins. Auk þess er í blaðinu fjöldi greina og upplýsinga um starf félagsins.



Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?