Ása Sigríður Þórisdóttir 10. nóv. 2021

Er ekki bara best að skella þessu inn?

Fréttablaðið - 10. nóvember 2021.

Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að þar verði greinar um nýja dagdeild, íslensku krabbameinsáætlunina og skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Krabbameinum mun fjölga um hátt í 30% á næstu 15 árum. Ekki eftir 15 ár, heldur jafnt og þétt. Fjölgunin hefur margvísleg áhrif á samfélagið, ekki síst heilbrigðiskerfið.

Alþjóðastofnanir hafa í áratugi hvatt lönd heims til að koma sér upp virkum krabbameinsáætlunum til að draga kerfisbundið úr byrði af krabbameinum í samfélögunum og bæta lífsgæði fólks. Áætlanirnar ná yfir alla þætti, allt frá því hvernig við komum í veg fyrir krabbamein yfir í hvernig lifendum eru tryggð bestu lífsgæði. Áætlanirnar hafa sannað gildi sitt og ekki þarf að líta lengra en til Danmerkur til að sjá áþreifanlegan árangur af notkun þeirra. Íslensk krabbameinsáætlun var samþykkt í ársbyrjun 2019. Löngu er kominn tími á framkvæmd.

Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála.

Krabbameinsfélagið bindur vonir við að í stjórnarsáttmálanum verði eftirfarandi greinar:

  • Á árinu 2022 verður hafist handa við að byggja nýja dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Aðstaða deildarinnar, þar sem flestir á landinu fá lyfjameðferð er óviðunandi. Til að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar og ná fullum árangri af krabbameinsmeðferð er nauðsynlegt að stórbæta aðstöðuna, sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki til heilla. Krabbameinsfélagið samþykkti á aðalfundi 2021 að veita allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar deildar að því gefnu að stjórnvöld setji verkefnið í forgang.
  • Á kjörtímabilinu verður unnið með tímasett og fjármögnuð markmið samkvæmt íslensku krabbameinsáætluninni í samvinnu við hagsmunaaðila.
  • Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verður hafin í byrjun árs 2022 enda má gera ráð fyrir að slík skimun geti bjargað 6 – 10 mannslífum á ári og að auki létt meðferð margra.

 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Grein birtist í Fréttablaðinu - Er ekki bara best að skella þessu inn? 10. nóvember 2021 (https://www.frettabladid.is/skodun/er-ekki-bara-best-ad-skella-thessu-inn/).


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?