Ása Sigríður Þórisdóttir 10. nóv. 2021

Er ekki bara best að skella þessu inn?

Fréttablaðið - 10. nóvember 2021.

Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að þar verði greinar um nýja dagdeild, íslensku krabbameinsáætlunina og skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Krabbameinum mun fjölga um hátt í 30% á næstu 15 árum. Ekki eftir 15 ár, heldur jafnt og þétt. Fjölgunin hefur margvísleg áhrif á samfélagið, ekki síst heilbrigðiskerfið.

Alþjóðastofnanir hafa í áratugi hvatt lönd heims til að koma sér upp virkum krabbameinsáætlunum til að draga kerfisbundið úr byrði af krabbameinum í samfélögunum og bæta lífsgæði fólks. Áætlanirnar ná yfir alla þætti, allt frá því hvernig við komum í veg fyrir krabbamein yfir í hvernig lifendum eru tryggð bestu lífsgæði. Áætlanirnar hafa sannað gildi sitt og ekki þarf að líta lengra en til Danmerkur til að sjá áþreifanlegan árangur af notkun þeirra. Íslensk krabbameinsáætlun var samþykkt í ársbyrjun 2019. Löngu er kominn tími á framkvæmd.

Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála.

Krabbameinsfélagið bindur vonir við að í stjórnarsáttmálanum verði eftirfarandi greinar:

  • Á árinu 2022 verður hafist handa við að byggja nýja dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Aðstaða deildarinnar, þar sem flestir á landinu fá lyfjameðferð er óviðunandi. Til að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar og ná fullum árangri af krabbameinsmeðferð er nauðsynlegt að stórbæta aðstöðuna, sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki til heilla. Krabbameinsfélagið samþykkti á aðalfundi 2021 að veita allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar deildar að því gefnu að stjórnvöld setji verkefnið í forgang.
  • Á kjörtímabilinu verður unnið með tímasett og fjármögnuð markmið samkvæmt íslensku krabbameinsáætluninni í samvinnu við hagsmunaaðila.
  • Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verður hafin í byrjun árs 2022 enda má gera ráð fyrir að slík skimun geti bjargað 6 – 10 mannslífum á ári og að auki létt meðferð margra.

 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Grein birtist í Fréttablaðinu - Er ekki bara best að skella þessu inn? 10. nóvember 2021 (https://www.frettabladid.is/skodun/er-ekki-bara-best-ad-skella-thessu-inn/).


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?