Ása Sigríður Þórisdóttir 14. nóv. 2022

Central Iceland styrkir Bleiku slaufuna um 2.467.000 krónur

Rakel Þórhallsdóttir eigandi Central Iceland afhenti á dögunum Bleiku slaufunni ágóðann af sölu bleiku húfunnar og treflanna að upphæð 2.467.000 kr. Verkefnið hófst í fyrra með sölu á bleika treflinum sem seldist upp og í ár bættist bleika húfan við og aftur seldist bæði trefillinn og húfan upp. 

Krabbameinsfélagið þakkar Rakel fyrir hennar frábæra framlag sem skiptir svo sannarlega máli fyrir starfsemi Krabbameinsfélagsins og mun nýtast til mikilvægra verka s.s. endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein, aðstandendur þeirra og syrgjendur, rannsókna á krabbameinum, forvarna og fræðslu.

  https://www.youtube.com/watch?v=ozOjYQxOnrM

Margir í fjölskyldu Rakelar eru arfberar stökkbreyttra BRCA gena og þekkir hún því mjög vel til starfsemi Krabbameinsfélagsins. Með sölu á vörunum vildi Rakel leggja sitt af mörkum til að styðja við mikilvæga starfsemi Krabbameinsfélagsins. 

Kærar þakkir Rakel fyrir þitt óeigingjarna framlag, takk allir sem tókuð þátt í myndatökunni og allir sem keyptuð trefilinn og húfuna.  

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?