Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020

Ný og betri útgáfa af NORDCAN

  • NORDCAN gagnagrunnurinn uppfærður.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem býður upp á samanburð á tölfræði um krabbamein á Norðurlöndum. Í nýrri og endurbættri útgáfu, sem er afrakstur langrar og góðrar samvinnu á milli Samtaka norrænna krabbameinsskráa (ANCR), Alþjóðasamtaka um krabbameinsrannsóknir (IARC) og Samtaka norrænna krabbameinsfélaga (NCU) hefur aðgengi að upplýsingum verið stórlega bætt. Boðið er upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum, í töflum og gröfum, á yfir 60 flokkum krabbameina sem ná yfir 70 ára tímabili. Upplýsingar byggja á hágæða gögnum frá norrænu krabbameinsskránum og ná til nýgengis og dánartíðni.

„Þetta er mjög kærkomin uppfærsla því það skiptir miklu máli að tölfræðiupplýsingar séu áreiðanlegar, aðgengilegar og settar fram á skiljanlegan og skilmerkilegan hátt fyrir bæði sérfræðinga og almenning“ segir Elínborg Ólafsdóttir, sérfræðingur í faraldsfræði og tölfræði hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

Grunnurinn er öllum opinn og mikið notaður af sérfræðingum, nemendum og fréttamönnum, auk almennings á Norðurlöndunum.  (NORDCAN https://nordcan.iarc.fr).

Í næstu útgáfu verður svo farið í að bæta við aðgerðum til að fá fram tölfræði um algengi, lifun og framtíðarspá, auk möguleika á vali á tungumáli. Þar til að því kemur má nálgast þær upplýsingar hér.


Fleiri nýjar fréttir

11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Lesa meira

4. feb. 2020 : Einn af hverjum þremur fær krabbamein

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum.

Lesa meira

4. feb. 2020 : Ég skil þig - vitundarvakning um jafningjastuðning

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Af því tilefni beinir Krabbameinsfélagið sjónum að mikilvægi jafningjastuðnings og hrindir af stað í samvinnu við Kraft vitundarvakningunni „Ég skil þig“ þar sem stuðningsfulltrúar deila reynslu sinni.

Lesa meira

3. feb. 2020 : Ókeypis undir­búnings­námskeið fyrir Karla­hlaupið 2020

Frábært námskeið fyrir reynda sem óreynda þar sem farið verður yfir það helsta sem þarf að hafa í huga í tengslum við hlaup og hvernig best er að fara af stað.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?