Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020

Ný og betri útgáfa af NORDCAN

  • NORDCAN gagnagrunnurinn uppfærður.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem býður upp á samanburð á tölfræði um krabbamein á Norðurlöndum. Í nýrri og endurbættri útgáfu, sem er afrakstur langrar og góðrar samvinnu á milli Samtaka norrænna krabbameinsskráa (ANCR), Alþjóðasamtaka um krabbameinsrannsóknir (IARC) og Samtaka norrænna krabbameinsfélaga (NCU) hefur aðgengi að upplýsingum verið stórlega bætt. Boðið er upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum, í töflum og gröfum, á yfir 60 flokkum krabbameina sem ná yfir 70 ára tímabili. Upplýsingar byggja á hágæða gögnum frá norrænu krabbameinsskránum og ná til nýgengis og dánartíðni.

„Þetta er mjög kærkomin uppfærsla því það skiptir miklu máli að tölfræðiupplýsingar séu áreiðanlegar, aðgengilegar og settar fram á skiljanlegan og skilmerkilegan hátt fyrir bæði sérfræðinga og almenning“ segir Elínborg Ólafsdóttir, sérfræðingur í faraldsfræði og tölfræði hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

Grunnurinn er öllum opinn og mikið notaður af sérfræðingum, nemendum og fréttamönnum, auk almennings á Norðurlöndunum.  (NORDCAN https://nordcan.iarc.fr).

Í næstu útgáfu verður svo farið í að bæta við aðgerðum til að fá fram tölfræði um algengi, lifun og framtíðarspá, auk möguleika á vali á tungumáli. Þar til að því kemur má nálgast þær upplýsingar hér.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?