Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020

Ný og betri útgáfa af NORDCAN

  • NORDCAN gagnagrunnurinn uppfærður.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem býður upp á samanburð á tölfræði um krabbamein á Norðurlöndum. Í nýrri og endurbættri útgáfu, sem er afrakstur langrar og góðrar samvinnu á milli Samtaka norrænna krabbameinsskráa (ANCR), Alþjóðasamtaka um krabbameinsrannsóknir (IARC) og Samtaka norrænna krabbameinsfélaga (NCU) hefur aðgengi að upplýsingum verið stórlega bætt. Boðið er upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum, í töflum og gröfum, á yfir 60 flokkum krabbameina sem ná yfir 70 ára tímabili. Upplýsingar byggja á hágæða gögnum frá norrænu krabbameinsskránum og ná til nýgengis og dánartíðni.

„Þetta er mjög kærkomin uppfærsla því það skiptir miklu máli að tölfræðiupplýsingar séu áreiðanlegar, aðgengilegar og settar fram á skiljanlegan og skilmerkilegan hátt fyrir bæði sérfræðinga og almenning“ segir Elínborg Ólafsdóttir, sérfræðingur í faraldsfræði og tölfræði hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

Grunnurinn er öllum opinn og mikið notaður af sérfræðingum, nemendum og fréttamönnum, auk almennings á Norðurlöndunum.  (NORDCAN https://nordcan.iarc.fr).

Í næstu útgáfu verður svo farið í að bæta við aðgerðum til að fá fram tölfræði um algengi, lifun og framtíðarspá, auk möguleika á vali á tungumáli. Þar til að því kemur má nálgast þær upplýsingar hér.


Fleiri nýjar fréttir

31. mar. 2020 : Stórt framfaraskref í þjónustu við krabbameinssjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður nú í boði símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00 fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

28. mar. 2020 : Mottumars snýst um karla og krabbamein

Verum ávallt vakandi fyrir einkennum krabbameina eins og segir í Mottumarslaginu í ár ættu karlmenn að „tékka á sér“ og vera vakandi fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum sem geta verið vísbendingar um krabbamein.

Lesa meira

26. mar. 2020 : Heimildarmyndin: Lífið er núna

Rúv sýndi þann 26. mars heimildarmyndina Lífið er núna sem framleidd var í tilefni þess að Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2019.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Temporary stop on cancer screening at The Cancer Detection Clinic (Leitarstöð)

In compliance with the Director of Health we must temporarily suspend all cancer screening procedures beginning Tuesday, 24th of March.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Tímabundið hlé á skimunum hjá Leitarstöð

Í samræmi við fyrirmæli Landlæknis verður gert tímabundið hlé á skimunum Leitarstöðvarinnar frá og með þriðjudeginum 24. mars.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?