Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020

Ný og betri útgáfa af NORDCAN

  • NORDCAN gagnagrunnurinn uppfærður.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem býður upp á samanburð á tölfræði um krabbamein á Norðurlöndum. Í nýrri og endurbættri útgáfu, sem er afrakstur langrar og góðrar samvinnu á milli Samtaka norrænna krabbameinsskráa (ANCR), Alþjóðasamtaka um krabbameinsrannsóknir (IARC) og Samtaka norrænna krabbameinsfélaga (NCU) hefur aðgengi að upplýsingum verið stórlega bætt. Boðið er upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum, í töflum og gröfum, á yfir 60 flokkum krabbameina sem ná yfir 70 ára tímabili. Upplýsingar byggja á hágæða gögnum frá norrænu krabbameinsskránum og ná til nýgengis og dánartíðni.

„Þetta er mjög kærkomin uppfærsla því það skiptir miklu máli að tölfræðiupplýsingar séu áreiðanlegar, aðgengilegar og settar fram á skiljanlegan og skilmerkilegan hátt fyrir bæði sérfræðinga og almenning“ segir Elínborg Ólafsdóttir, sérfræðingur í faraldsfræði og tölfræði hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

Grunnurinn er öllum opinn og mikið notaður af sérfræðingum, nemendum og fréttamönnum, auk almennings á Norðurlöndunum.  (NORDCAN https://nordcan.iarc.fr).

Í næstu útgáfu verður svo farið í að bæta við aðgerðum til að fá fram tölfræði um algengi, lifun og framtíðarspá, auk möguleika á vali á tungumáli. Þar til að því kemur má nálgast þær upplýsingar hér.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?