Ása Sigríður Þórisdóttir 26. feb. 2020

Hreyfing skiptir máli

  • Karlahlaup 2020
    Undirbúningshlaupanámskeið á Mottumars 2020.

Karlahlaupið hentar öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Í Mottumars í ár er athyglinni beint að gildi forvarna gegn krabbameinum, með sérstakri áherslu á gildi hreyfingar. Af því tilefni bauð Krabbameinsfélagið upp á tvö örnámskeið um hlaup, í samstarfi við hlaup.is. Ágætis þátttaka var á námskeiðunum sem féllu í góðan jarðveg hjá þátttakendum. Félagið vonar að með námskeiðunum hafi fræjum verið sáð til framtíðar og að þau verði hvatning til þátttakenda og fólks í kringum þá til að hreyfa sig reglulega. Heilsusamlegur lífsstíll er meðal þess sem getur dregið úr líkum á því að fólk fái krabbamein og hreyfing spilar þar stórt hlutverk.

Mottumars verður ýtt úr vör með Karlahlaupi, 5km hlaupi sem ræst verður frá Hörpu þann 1. mars nk. kl. 11. Hlaupið hentar körlum á öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Við hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?