Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. feb. 2020

Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhanneson, gegnir hlutverki svokallaðs „héra“ í hlaupinu og leiðir hóp þeirra sem vilja taka þátt í hlaupinu en ætla sér að fara hægar yfir en keppnisfólkið.

Hlaupið markar upphaf Mottumars. Skráning fer fram á mottumars.is. Skráningargjald er 4.500 krónur fyrir fullorðna og 2.500 fyrir 17 ára og yngri. Mottumarssokkarnir 2020 eru innifaldir í skráningargjaldinu en þeir eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Kormáks og Skjaldar.

„Þátttaka forsetans er okkur mikið gleðiefni og þá sérstaklega að hann skuli taka að sér að hvetja þá sem vilja hlaupa hægar, því öll hreyfing er góð forvörn gegn sjúkdómum á borð við krabbamein. Maður þarf nefnilega ekki að vera afreksmanneskja í íþróttum til að hreyfa sig reglulega, en það skilar sér svo sannarlega í heilbrigðari líkama,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Ókeypis undirbúningsnámskeið

Boðið er upp á ókeypis undirbúningsnámskeið sunnudaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 10:30-12:00 í Laugardalshöll. Þjálfari er Torfi H. Leifsson sem hefur staðið fyrir hlaupanámskeiðum um árabil.

Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á sjúkdómum á borð við krabbamein. Einnig vegnar þeim betur sem greinast með krabbamein og hreyfa sig reglulega, bæði fyrir og eftir greiningu.

„Þess vegna hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt í Karlahlaupinu – og hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag. Það er góð forvörn gegn krabbameinum,“ segir Halla.

Skráning fer fram á mottumars.is og nánar má lesa um hlaupið hér.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?