Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. feb. 2020

Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhanneson, gegnir hlutverki svokallaðs „héra“ í hlaupinu og leiðir hóp þeirra sem vilja taka þátt í hlaupinu en ætla sér að fara hægar yfir en keppnisfólkið.

Hlaupið markar upphaf Mottumars. Skráning fer fram á mottumars.is. Skráningargjald er 4.500 krónur fyrir fullorðna og 2.500 fyrir 17 ára og yngri. Mottumarssokkarnir 2020 eru innifaldir í skráningargjaldinu en þeir eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Kormáks og Skjaldar.

„Þátttaka forsetans er okkur mikið gleðiefni og þá sérstaklega að hann skuli taka að sér að hvetja þá sem vilja hlaupa hægar, því öll hreyfing er góð forvörn gegn sjúkdómum á borð við krabbamein. Maður þarf nefnilega ekki að vera afreksmanneskja í íþróttum til að hreyfa sig reglulega, en það skilar sér svo sannarlega í heilbrigðari líkama,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Ókeypis undirbúningsnámskeið

Boðið er upp á ókeypis undirbúningsnámskeið sunnudaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 10:30-12:00 í Laugardalshöll. Þjálfari er Torfi H. Leifsson sem hefur staðið fyrir hlaupanámskeiðum um árabil.

Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á sjúkdómum á borð við krabbamein. Einnig vegnar þeim betur sem greinast með krabbamein og hreyfa sig reglulega, bæði fyrir og eftir greiningu.

„Þess vegna hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt í Karlahlaupinu – og hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag. Það er góð forvörn gegn krabbameinum,“ segir Halla.

Skráning fer fram á mottumars.is og nánar má lesa um hlaupið hér.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?