Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 18. feb. 2020

Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Þetta á jafnt við um niðurstöður úr brjóstamyndatökum Leitarstöðvarinnar og leghálsstrokum óháð því hvar þau eru tekin.

Hingað til hefur Leitarstöðin einungis sent konum bréf með niðurstöðum þegar eitthvað hefur fundist óeðlilegt við skimun fyrir leghálskrabbameini. Þeim bréfsendingum verður hætt í pappírsformi og niðurstöðurnar einungis sendar rafrænt.

Með þessari breytingu munu nú allar konur fá niðurstöður úr rannsóknum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og hvort sem er um skimun fyrir brjósta- eða leghálskrabbameini er að ræða.

„Þetta er viðleitni okkar til að mæta nýjum tímum og auka skilvirkni um leið og við hugum að umhverfissjónarmiðum og kostnaði við að senda bréf með hefðbundnum hætti,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.

Boðsbréf einnig send rafrænt

Á síðasta ári hóf Leitarstöðin að senda öll bréf um boð í skimun rafrænt inn á island.is jafnhliða því að senda boðsbréfin í bréfpósti. Það fyrirkomulag mun verða áfram í gildi um einhvern tíma.

Allir á island.is

Vefsvæðið island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar geta landsmenn nálgast upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu opinberra aðila á einum stað. Hafa þarf í huga að eingöngu er hægt að opna niðurstöður rannsókna með rafrænum skilríkjum, innskráning með íslykli veitir ekki aðgang að niðurstöðunum.  

Á mínum síðum Ísland.is geta konur einnig skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?