Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 18. feb. 2020

Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Þetta á jafnt við um niðurstöður úr brjóstamyndatökum Leitarstöðvarinnar og leghálsstrokum óháð því hvar þau eru tekin.

Hingað til hefur Leitarstöðin einungis sent konum bréf með niðurstöðum þegar eitthvað hefur fundist óeðlilegt við skimun fyrir leghálskrabbameini. Þeim bréfsendingum verður hætt í pappírsformi og niðurstöðurnar einungis sendar rafrænt.

Með þessari breytingu munu nú allar konur fá niðurstöður úr rannsóknum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og hvort sem er um skimun fyrir brjósta- eða leghálskrabbameini er að ræða.

„Þetta er viðleitni okkar til að mæta nýjum tímum og auka skilvirkni um leið og við hugum að umhverfissjónarmiðum og kostnaði við að senda bréf með hefðbundnum hætti,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.

Boðsbréf einnig send rafrænt

Á síðasta ári hóf Leitarstöðin að senda öll bréf um boð í skimun rafrænt inn á island.is jafnhliða því að senda boðsbréfin í bréfpósti. Það fyrirkomulag mun verða áfram í gildi um einhvern tíma.

Allir á island.is

Vefsvæðið island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar geta landsmenn nálgast upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu opinberra aðila á einum stað. Hafa þarf í huga að eingöngu er hægt að opna niðurstöður rannsókna með rafrænum skilríkjum, innskráning með íslykli veitir ekki aðgang að niðurstöðunum.  

Á mínum síðum Ísland.is geta konur einnig skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?