Björn Teitsson 16. ágú. 2021 : Eldsterkar pizzur til styrktar krabbameinsrannsóknum

Krabbameinsfélagið fékk ánægjulegan og heldur óvenjulegan styrk á dögunum. Afrakstur sölu á eldheitri pizzu hjá veitingastaðnum Shake & Pizza var látinn renna til krabbameinsrannsókna. Það var talið við hæfi, þar sem chili er jafnan talinn allra meina bót.

Björn Teitsson 12. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir er rithöfundur og þjóðfræðingur sem hefur hlotið mikið og verðskuldað lof fyrir bækur sínar. Sögur hennar eiga það oftar en ekki sammerkt að fjalla um baráttu kvenna í karllægu samfélagi landnámsmanna á Íslandi. Eiginmaður hennar lést vegna heilakrabbameins árið 2013.  

Guðmundur Pálsson 6. ágú. 2021 : Mara­þon 2021: „Ég hleyp af því ég get það”

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni láta gott af sér leiða og safna fé til góðgerðarmála. Einkunarorð Krabba­meins­félags­ins í hlaupinu, „Ég hleyp af því ég get það”, eru fengin að láni frá Gunnari Ármanssyni sem safnaði fyrst áheitum fyrir félagið árið 2011.

Björn Teitsson 6. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Laufey Tryggvadóttir

Laufey Tryggvadóttir er líffræðingur og faraldsfræðingur sem starfar sem framkvæmdastjóri Rannsóknar-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins - eða það sem lengi vel var þekkt sem Krabbameinsskrá. Laufey er vísindamaður fram í fingurgóma og brennur fyrir starfinu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. ágú. 2021 : Styrkleikunum frestað

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta Styrkleikunum til 30. apríl 2022. Heiðursgestir Styrkleikanna eru einstaklingar sem eru með eða hafa fengið krabbamein og teljast því einhverjir í áhættuhóp. Það er mikilvægt að allir þátttakendur geti notið sín á Styrkleikunum öryggir og áhyggjulausir.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. júl. 2021 : Ný dagdeild blóð- og krabbameinslækninga er nauðsyn!

Krabbameinsfélagið vill leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu eins fljótt og auðið er. Félagið er tilbúið að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala.

Guðmundur Pálsson 7. júl. 2021 : Hvetja alla til að nýta sér ráðgjöfina

„Við upplifðum þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er".

Björn Teitsson 2. júl. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. júl. 2021 : Sumaropnun Ráðgjafarþjónustunnar

Breyting á opnunartíma hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum. Opið í allt sumar í Skógarhlíðinni!

Björn Teitsson 1. júl. 2021 : Orðinn sérfræðingur í að matreiða íslenskan fisk

Ravi Dhawan hefur dvalið í Reykjavík í mánuð og stundað starfsnám hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins. Hann er hæstánægður með reynsluna og ætlar að snúa aftur til Íslands með foreldrum sínum.

Björn Teitsson 29. jún. 2021 : „Upplifun sem ég gleymi aldrei“

Styrkleikarnir fara fram á Selfossi dagana 4.-5. september. Um er að ræða fjölskyldu-og barnvænan viðburð sem stendur yfir í sólarhring þar sem er safnað fyrir krabbameinsgreindum og þeim sýndur stuðningur á táknrænan hátt. 

Björn Teitsson 26. jún. 2021 : Tímalína Krabba­meins­félags­ins í 70 ár

Krabbameinsfélagið var stofnað þann 27. júní árið 1951 og er því orðið 70 ára gamalt. Það telst auðvitað hinn besti aldur. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn krabbameinum á þessum tíma en félagið vill ávallt gera betur. 

Síða 5 af 12

Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar hjá Krabbameinsfélaginu. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?