Björn Teitsson 26. jún. 2021

Tímalína Krabba­meins­félags­ins í 70 ár

Krabbameinsfélagið var stofnað þann 27. júní árið 1951 og er því orðið 70 ára gamalt. Það telst auðvitað hinn besti aldur. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn krabbameinum á þessum tíma en félagið vill ávallt gera betur. 

Stofndagur Krabbameinsfélags Íslands telst vera 27. júní árið 1951 sem er því vera opinber afmælisdagur félagsins. Þegar félagið var stofnað hafði þá þegar verið stofnað Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Vestmannaeyja. Aðildarfélögin eru 22 talsins í dag og gegna enn í dag mikilvægu hlutverki. Með þátttöku þeirra tókst að vinna grettistak í baráttu gegn krabbameinum. Það tók Ísland ekki langan tíma að komast í fremstu röð en því má þakka ríka þátttaku almennings og stuðning við markmið félagsins, sem voru frá upphafi: 

  • Fræða almenning um helstu byrjunareinkenni.
  • Stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð.
  • Fá hingað fullkomnustu lækningatæki og nægt sjúkrarými.
  • Bjóða upp á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ væri á.
  • Stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi.

Til hamingju með daginn, kæru Íslendingar. Krabbameinsfélagið þakkar fyrir stuðninginn á liðnum áratugum og hlakkar til komandi ára þar sem margt er óunnið og við ætlum okkur stóra hluti. Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?