Björn Teitsson 26. jún. 2021

Tímalína Krabba­meins­félags­ins í 70 ár

Krabbameinsfélagið var stofnað þann 27. júní árið 1951 og er því orðið 70 ára gamalt. Það telst auðvitað hinn besti aldur. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn krabbameinum á þessum tíma en félagið vill ávallt gera betur. 

Stofndagur Krabbameinsfélags Íslands telst vera 27. júní árið 1951 sem er því vera opinber afmælisdagur félagsins. Þegar félagið var stofnað hafði þá þegar verið stofnað Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Vestmannaeyja. Aðildarfélögin eru 22 talsins í dag og gegna enn í dag mikilvægu hlutverki. Með þátttöku þeirra tókst að vinna grettistak í baráttu gegn krabbameinum. Það tók Ísland ekki langan tíma að komast í fremstu röð en því má þakka ríka þátttaku almennings og stuðning við markmið félagsins, sem voru frá upphafi: 

  • Fræða almenning um helstu byrjunareinkenni.
  • Stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð.
  • Fá hingað fullkomnustu lækningatæki og nægt sjúkrarými.
  • Bjóða upp á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ væri á.
  • Stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi.

Til hamingju með daginn, kæru Íslendingar. Krabbameinsfélagið þakkar fyrir stuðninginn á liðnum áratugum og hlakkar til komandi ára þar sem margt er óunnið og við ætlum okkur stóra hluti. 



Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?