Björn Teitsson 26. jún. 2021

Tímalína Krabba­meins­félags­ins í 70 ár

  • KRA-timalina-25062021-small

Krabbameinsfélagið var stofnað þann 27. júní árið 1951 og er því orðið 70 ára gamalt. Það telst auðvitað hinn besti aldur. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn krabbameinum á þessum tíma en félagið vill ávallt gera betur. 

Stofndagur Krabbameinsfélags Íslands telst vera 27. júní árið 1951 sem er því vera opinber afmælisdagur félagsins. Þegar félagið var stofnað hafði þá þegar verið stofnað Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Vestmannaeyja. Aðildarfélögin eru 22 talsins í dag og gegna enn í dag mikilvægu hlutverki. Með þátttöku þeirra tókst að vinna grettistak í baráttu gegn krabbameinum. Það tók Ísland ekki langan tíma að komast í fremstu röð en því má þakka ríka þátttaku almennings og stuðning við markmið félagsins, sem voru frá upphafi: 

  • Fræða almenning um helstu byrjunareinkenni.
  • Stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð.
  • Fá hingað fullkomnustu lækningatæki og nægt sjúkrarými.
  • Bjóða upp á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ væri á.
  • Stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi.

Til hamingju með daginn, kæru Íslendingar. Krabbameinsfélagið þakkar fyrir stuðninginn á liðnum áratugum og hlakkar til komandi ára þar sem margt er óunnið og við ætlum okkur stóra hluti. 

Hér má sjá skemmtilega tímalínu, þar sem stiklað er á stóru í farsælli sögu Krabbameinsfélags Íslands frá 1951 til 2021. Með því að smella hér eða myndina hér fyrir neðan má sjá myndina stærri. 


KRA-timalina-25062021-large


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?