Guðmundur Pálsson 7. júl. 2021

Hvetja alla til að nýta sér ráðgjöfina

„Við upplifðum þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er".

„Ég veit hreinlega ekki hvernig við hefðum komist í gegnum þetta án Ráðgjafarþjónustunnar. Bæði fyrir pabba okkar – og okkur.“ Þetta segir Berglind Amy Guðnadóttir en hún og systir hennar, Sara Dögg, kynntust Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þegar faðir þeirra greindist með krabbamein. Hann var þá búsettur á Suðurlandi og nýtti sér þjónustuna þegar ráðgjafi frá félaginu tók á móti skjólstæðingum á Selfossi.

„Við gátum alltaf leitað til hennar, það skipti í raun engu máli hvar eða hvenær það var. Hvort sem það var í gegnum tölvupóst, síma eða kíkja í heimsókn,“ segir Sara Dögg.

Faðir systranna lést síðastliðið haust vegna krabbameins en að þeirra sögn reyndist ráðgjafi Krabbameinsfélagsins honum einstaklega vel, allt þar til yfir lauk. Þær hvetja alla til að nýta sér þjónustuna ef krabbamein skyldi knýja dyra, jafnt krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Þetta skipti hann gríðarlega miklu máli og það sem meira er, þá skipti þetta okkur miklu máli og gerir það enn. Við upplifðum þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er, sama hver spurningin væri að þá hefði hún einfaldlega grafið upp svarið þótt hún hafi þurft að gera það með skóflu. Það virtist ekkert vera til staðar sem hún lagði ekki á sig, fyrir okkur og fyrir pabba.

Sara Dögg bætir því við að samtölin sem faðir þeirra átti við ráðgjafann hafi verið honum afar dýrmæt. „Þau ræddust við bæði í síma þar sem hann bjó á landsbyggðinni og hún hitti hann einnig á Selfossi og reyndi alltaf að koma til móts við hans þarfir.“

Ráðgjöf er líka fyrir karla
Krabbameinsfélagið hefur að undanförnu reynt að ná meira til krabbameinsgreindra karla, sem virðast síður sækja í ráðgjöf heldur en konur. Ástæðurnar eru ekki alveg ljósar en systurnar leggja sérstaka áherslu á að það sé ekkert sem eigi að koma í veg fyrir að karlar leiti sér aðstoðar, það hafi svo sannarlega skipt föður þeirra máli. „Ráðgjafarþjónustan reyndist okkur öllum vel, karlar eins og allir aðrir ættu endilega að nýta sér þessa þjónustu. Það myndi enginn sjá eftir því.“

Ráðgjöf og stuðningur án endurgjalds fyrir alla er einungis möguleg vegna stuðnings Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila Krabbameinsfélagsins. 

Tekist á við sorgina

Systurnar eru enn að syrgja föður sinn. Veturinn reyndist langur og einkennilegur og ytri aðstæður óheppilegar. Berglind brá á það ráð að takast á við sorgina með því að semja einlægt og fallegt ljóð. Hún gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta það hér.

Meinið

Þú tókst fleiri tár en allt annað

Þar með hefur þú sannað

Hversu illgjarn þú ert

Þetta gastu gert

 

Þú tókst

Tárin hans

Tárin hennar

Tárin mín

 

Myrkur, mein og vanmáttur

Verulega ósáttur

Von og ótti

Hálfgerður flótti

 

Þú tókst

Vonina hans

Vonina hennar

Vonina mína

 

Þú lést ljós þitt skína

Kvöl og pína

Öll þessi sár

Blóð, sviti og tár

 

Smátt og smátt

Þú tókst

Þú tókst

Hann

Berglind Amy Guðnadóttir 2020

Hefur þú greinst með krabbamein eða ert aðstandandi? Ráðgjafar okkar eru til staðar fyrir þig í síma 800 4040 alla virka daga. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á radgjof@krabb.is  


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?