Ása Sigríður Þórisdóttir 16. júl. 2021

Ný dagdeild blóð- og krabbameinslækninga er nauðsyn!

Krabbameinsfélagið vill leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu eins fljótt og auðið er. Félagið er tilbúið að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala.

Þeir sem fá lyfjameðferð við krabbameinum fá hana flestir á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala.

https://www.youtube.com/watch?v=U0bfJxO-pZE  
Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af aðstöðuleysi deildarinnar, sem hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið, og áhrif þess á þá sem fá og veita meðferð. Fulltrúar Landspítalans deila þeirri skoðun félagsins að vandinn er mjög aðkallandi. Íslensku þjóðinni fjölgar og aldurssamsetning hennar breytist. Með hækkandi aldri fjölgar krabbameinum. Á næstu 20 árum mun komum á dag- og göngudeild því fjölga um 40 - 50%.

Aðkoma Krabbameinsfélagsins
Krabbameinsfélagið vill leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu eins fljótt og auðið er. Félagið er tilbúið að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala.

Krabbameinsfélagið hefur sett upp verkefnasíðu til að upplýsa um mikilvægi verkefnisins, kynna hugmynd og tillögu Landspítala að lausn sem er tiltölulega einföld í framkvæmd ef stjórnvöld taka undir með Krabbameinsfélaginu og Landspítalanum og hrinda verkefninu af stað.

Vandann verður að leysa og lausnin er til
Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við Landspítala í eitt og hálft ár vegna málsins. Landspítali hefur mótað hugmynd að framtíðarlausn. Lausnin sem felst í viðbyggingu við K-byggingu LSH passar vel við staðsetningu annarrar þjónustu við fólk með krabbamein á spítalanum. Samkvæmt hugmyndinni er hægt að leysa úr brýnum vanda á aðeins þremur árum.

Stjórnvöldum er kunnugt um vandann
Í íslensku krabbameinsáætluninni kemur fram að:

  • „Þjónustu við einstaklinga með krabbamein er ógnað vegna skorts á mannafla og fullnægjandi aðbúnaði.”
  • „Húsnæði legu-, dag- og göngudeilda er úr sér gengið, of lítið fyrir nauðsynlega þjónustu og víðast skortur á einrými ásamt viðunandi aðstöðu sem mætir öryggi sjúklinga. Setja verður þessa stöðu í samhengi við þá staðreynd að fjölgun nýgreindra einstaklinga með krabbamein er fyrirsjáanleg”.
  • „Aðstaða er talin langt undir ásættanlegum mörkum, einkum vegna þröngra og að öðru leyti úreltra húsakynna á bæði legu-, dag- og göngudeildum. Skortur á viðeigandi húsnæði hamlar einnig þróun dag- og göngudeildarþjónustu.”

Krabbameinsfélagið hefur kynnt málið fyrir heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og velferðarnefnd Alþingis og upplýst að félagið sé tilbúið að leggja allt að 450 mkr. til að bylta aðstöðunni að því gefnu að stjórnvöld setji verkefnið í forgang.

Málið er brýnt hagsmunamál fyrir alla landsmenn. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Hinir eru flestir aðstandendur.

Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að sýna vilja í verki í þessu brýna hagsmunamáli og bregðast skjótt við.

 


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?