Björn Teitsson 2. júl. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

  • MAGNUS

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og sat í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun hans í desember 2015 til lok árs 2020. Vísindasjóðurinn hefur veitt 316 milljónir króna til 37 mismunandi rannsókna og var metúthlutun rannsóknarstyrkja nú í maí 2021, þegar 89 milljónum var veitt til 11 rannsóknarverkefna.

Magnús hefur ásamt sjóðsstjórninni allri lagt sterkan grunn að vönduðu starfsferli og vísindalegum kröfum sjóðsins, sem er einn mikilvægasti sinnar tegundar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Krabbameinsfélag Íslands fjármagnar sjóðinn með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum og Magnús ásamt öðrum í sjóðsstjórn og vísindaráði gefur vinnu sína í þágu málefnisins.

Magnús segir réttilega að þarna erum við að fjárfesta í þekkingu, þessi þekking er forsenda þess að við Íslendingar, að við sem samfélag í stærra samfélagi þjóða, getum náð að skapa þá þekkingu sem til þarf til að skilja krabbamein, að við getum læknað krabbamein, að við getum dregið úr þjáningu sjúklinga með krabbamein. Þarna er Vísindasjóðurinn grunnurinn. Næst verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í byrjun febrúar 2022, sjá krabb.is/visindasjodur.

Magnús Karl Magnússon er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=eHnEnJ-4ETQ


Fleiri nýjar fréttir

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

6. okt. 2021 : Þekkja Íslendingar áhættuþætti krabbameina?

Það er áhyggjuefni að einungis um helmingur þátttakenda taldi ofþyngd, mataræði, hreyfingarleysi og áfengisneyslu auka líkur á krabbameinum. Gefa þessar niðurstöður tilefni til aukinnar fræðslu og umræðu um áhættuþætti krabbameina og möguleika á forvörnum. 

Lesa meira

5. okt. 2021 : Takk fyrir að VERA TIL

Það er óhætt að segja að mikil stemming hafi ríkt á Bíókvöldi Bleiku slaufunnar sem haldið var í Háskólabíói þann 30. september. Kvöldið markaði upphaf Bleiku slaufunnar í ár. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?