Björn Teitsson 2. júl. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

  • MAGNUS

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og sat í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun hans í desember 2015 til lok árs 2020. Vísindasjóðurinn hefur veitt 316 milljónir króna til 37 mismunandi rannsókna og var metúthlutun rannsóknarstyrkja nú í maí 2021, þegar 89 milljónum var veitt til 11 rannsóknarverkefna.

Magnús hefur ásamt sjóðsstjórninni allri lagt sterkan grunn að vönduðu starfsferli og vísindalegum kröfum sjóðsins, sem er einn mikilvægasti sinnar tegundar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Krabbameinsfélag Íslands fjármagnar sjóðinn með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum og Magnús ásamt öðrum í sjóðsstjórn og vísindaráði gefur vinnu sína í þágu málefnisins.

Magnús segir réttilega að þarna erum við að fjárfesta í þekkingu, þessi þekking er forsenda þess að við Íslendingar, að við sem samfélag í stærra samfélagi þjóða, getum náð að skapa þá þekkingu sem til þarf til að skilja krabbamein, að við getum læknað krabbamein, að við getum dregið úr þjáningu sjúklinga með krabbamein. Þarna er Vísindasjóðurinn grunnurinn. Næst verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í byrjun febrúar 2022, sjá krabb.is/visindasjodur.

Magnús Karl Magnússon er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=eHnEnJ-4ETQ


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?