Björn Teitsson 2. júl. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

  • MAGNUS

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og sat í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun hans í desember 2015 til lok árs 2020. Vísindasjóðurinn hefur veitt 316 milljónir króna til 37 mismunandi rannsókna og var metúthlutun rannsóknarstyrkja nú í maí 2021, þegar 89 milljónum var veitt til 11 rannsóknarverkefna.

Magnús hefur ásamt sjóðsstjórninni allri lagt sterkan grunn að vönduðu starfsferli og vísindalegum kröfum sjóðsins, sem er einn mikilvægasti sinnar tegundar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Krabbameinsfélag Íslands fjármagnar sjóðinn með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum og Magnús ásamt öðrum í sjóðsstjórn og vísindaráði gefur vinnu sína í þágu málefnisins.

Magnús segir réttilega að þarna erum við að fjárfesta í þekkingu, þessi þekking er forsenda þess að við Íslendingar, að við sem samfélag í stærra samfélagi þjóða, getum náð að skapa þá þekkingu sem til þarf til að skilja krabbamein, að við getum læknað krabbamein, að við getum dregið úr þjáningu sjúklinga með krabbamein. Þarna er Vísindasjóðurinn grunnurinn. Næst verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í byrjun febrúar 2022, sjá krabb.is/visindasjodur.

Magnús Karl Magnússon er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=eHnEnJ-4ETQ


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?