Björn Teitsson 5. sep. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir er sveitastúlka að norðan. Hún fór suður í nám en er nú snúin aftur heim í Eyjafjörðinn en hún er prestur í Akureyrarkirkju. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. sep. 2021 : Leiðin fram á við - óskum eftir erindum um krabbameinsrannsóknir

Óskað er eftir erindum á málþing í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna. Erindin skulu vera 8-12 mínútur og æskilegt er að gefa gott yfirlit yfir sjúkdóminn eða stöðuna sem verið er að rannsaka (stöðu þekkingar) áður en farið er í niðurstöður eigin rannsókna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. sep. 2021 : Opinn fundur um nýtt fyrir­komulag legháls­skimana

Krabbameinsfélagið býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana. Gestir fundarins verða þau Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar­svæðins og Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og forstöðumaður Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 31. ágú. 2021 : Umsóknarfrestur framlengdur

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur til að sækja um styrki til norrænu krabbameinssamtakanna (NCU) hefur verið framlengdur til 8. september.

Björn Teitsson 31. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Einkennismerki Krabbameinsfélagsins

Gamla einkennismerki Krabbameinsfélagsins var fyrst hannað af Stefáni Jónssyni, arkitekt, um miðbik 20. aldar. Það var tvímælalaust eitt af andlitum félagsins og var einkennismerki félagsins allt til ársins 2020. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. ágú. 2021 : Alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar

Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um bréf frá Heilbrigðisráðuneyti til hópsins Aðför að heilsu kvenna. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar sem þar koma fram.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. ágú. 2021 : Streymi - 70 ára afmælisráðstefna

Hér er hægt að nálgast upptöku af streymi frá afmælisráðstefnu Krabbameinsfélagsins sem haldin var, fimmtudaginn 26. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. ágú. 2021 : Heilsamín vekur athygli

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Innpökkun ráðlegginganna í umbúðir er hugsuð sem leið til að vekja athygli á því hve mikið við getum gert fyrir heilsuna með hegðun okkar, þó það sé ekki á formi inntöku lyfs.

Björn Teitsson 24. ágú. 2021 : Stjórnmálaflokkar heimsóttu Krabbameinsfélagið

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi þáðu boð Krabbameinsfélagsins um kynningarfund á helstu baráttumálum félagsins á komandi árum. Góður rómur var gerður að fundinum þar sem fjölmargir þingmenn hittust í fyrsta sinn eftir sólríkt sumarfrí.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. ágú. 2021 : Ráðgjafarþjónustan lokuð vegna vinnufundar starfsfólks

Miðvikudaginn 25. ágúst verður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins lokuð vegna vinnufundar starfsfólks.

Guðmundur Pálsson 16. ágú. 2021 : Afmælis­ráðstefna: Krabba­mein á Íslandi árið 2021 - horft til framtíðar

70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 18:45 í Háskólanum í Reykjavík.

Björn Teitsson 16. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Arnar Sveinn Geirsson

Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasambands Íslands og fótboltamaður, situr í stjórn Krafts. Hann á sér sögu með krabbameinum eins og við flest. Hann missti móður sína aðeins 12 ára gamall. 

Síða 4 af 12

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?