Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Eir Bolladóttir

  • Hildur_1630839873250

Hildur Eir Bolladóttir er sveitastúlka að norðan. Hún fór suður í nám en er nú snúin aftur heim í Eyjafjörðinn en hún er prestur í Akureyrarkirkju. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess. 

Hildur Eir Bolladóttir er prestur í Akureyrarkirkju. Hún er sveitastúlka sem er alin upp í Laufási og Hólum í Hjaltadal, fór í VMA og þaðan í guðfræðina. Hún hóf feril sinn sem prestur í Reykjavík en er nú komin aftur heim, ef svo má segja. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess.

„ Hvernig ertu á sálinni?“ Spyr Friðbjörn krabbameinslæknir mig gjarnan í framhaldi af öðru spjalli um lyfjameðferð og aukaverkanir. Mér hlýnar alltaf að innan þegar ég er spurð þessarar spurningar um leið og hún kemur beint við kvikuna og kallar fram viðkvæmni. Þessi spurning er stór partur af því að ná aftur heilsu vegna þess að hún brýtur niður varnarmúra sem eru streituvaldandi. Innilegt samtal við aðila sem hefur raunverulegan áhuga á því að vita hvernig þú ert á sálinni þegar líkami þinn er undirlagður af efnavopnum og um leið svo framandi í stríðshamnum, getur verið jafn mikilvægt og lyfjameðferð. Krabbameinsfélag Íslands og önnur krabbameinsfélög á landinu, sem og Ljósið, Kraftur og allar þær hreyfingar sem vinna að því að hlúa að sálarheill fólks á ögurstundu þegar lífsógnandi sjúkdómur hefur ruðst óboðinn inn, slíkar hreyfingar eru ómetanlegar. Krabbameinsfélögin hafa á að skipa fólki sem kann og getur og vill hlusta, því áheyrn og hlustun er ekki bara það að þegja og horfa á viðmælandann heldur að heyra og skilja og sýna raunverulegan stuðning með samkennd og reynslu. Ég hef greinst tvisvar með krabbamein á umliðnu ári, farið í gegnum lyf, geisla, skurðaðgerð og aftur lyfjameðferð, ég hef notið stuðnings Krabbameinsfélags Akureyrar þar sem ég er búsett og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Þar fékk ég speglun á líðan mína, kvíða og ótta. „Hvernig ertu á sálinni?“ Er spurningin sem öllu skiptir.

Hildur Eir Bolladóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?