Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Eir Bolladóttir

  • Hildur_1630839873250

Hildur Eir Bolladóttir er sveitastúlka að norðan. Hún fór suður í nám en er nú snúin aftur heim í Eyjafjörðinn en hún er prestur í Akureyrarkirkju. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess. 

Hildur Eir Bolladóttir er prestur í Akureyrarkirkju. Hún er sveitastúlka sem er alin upp í Laufási og Hólum í Hjaltadal, fór í VMA og þaðan í guðfræðina. Hún hóf feril sinn sem prestur í Reykjavík en er nú komin aftur heim, ef svo má segja. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess.

„ Hvernig ertu á sálinni?“ Spyr Friðbjörn krabbameinslæknir mig gjarnan í framhaldi af öðru spjalli um lyfjameðferð og aukaverkanir. Mér hlýnar alltaf að innan þegar ég er spurð þessarar spurningar um leið og hún kemur beint við kvikuna og kallar fram viðkvæmni. Þessi spurning er stór partur af því að ná aftur heilsu vegna þess að hún brýtur niður varnarmúra sem eru streituvaldandi. Innilegt samtal við aðila sem hefur raunverulegan áhuga á því að vita hvernig þú ert á sálinni þegar líkami þinn er undirlagður af efnavopnum og um leið svo framandi í stríðshamnum, getur verið jafn mikilvægt og lyfjameðferð. Krabbameinsfélag Íslands og önnur krabbameinsfélög á landinu, sem og Ljósið, Kraftur og allar þær hreyfingar sem vinna að því að hlúa að sálarheill fólks á ögurstundu þegar lífsógnandi sjúkdómur hefur ruðst óboðinn inn, slíkar hreyfingar eru ómetanlegar. Krabbameinsfélögin hafa á að skipa fólki sem kann og getur og vill hlusta, því áheyrn og hlustun er ekki bara það að þegja og horfa á viðmælandann heldur að heyra og skilja og sýna raunverulegan stuðning með samkennd og reynslu. Ég hef greinst tvisvar með krabbamein á umliðnu ári, farið í gegnum lyf, geisla, skurðaðgerð og aftur lyfjameðferð, ég hef notið stuðnings Krabbameinsfélags Akureyrar þar sem ég er búsett og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Þar fékk ég speglun á líðan mína, kvíða og ótta. „Hvernig ertu á sálinni?“ Er spurningin sem öllu skiptir.

Hildur Eir Bolladóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?