Guðmundur Pálsson 14. sep. 2018 : Dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 17.-21. september 2018

Kynntu þér fjölbreytta dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins vikuna 17.-21. september 2018

Guðmundur Pálsson 4. sep. 2018 : Ný herferð hvetur konur til þátttöku í skimun

Krabbameinsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ætlað er að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Þátttaka kvenna í leit hefur farið minnkandi á undanförnum árum.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 3. sep. 2018 : Gefa afnot af íbúð

Hjónin Ólöf Rún Tryggvadóttir og Jón Garðar Sigurjónsson hafa afhent Krabbameinsfélagi Íslands íbúð til afnota í eitt ár án endurgjalds. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. ágú. 2018 : Ótímabær tíðahvörf í tengslum við krabbamein

 

Þriðjudaginn 4. september 2018 kl 17:00 -18:30 standa Krabbameinsfélagið og Líf styrktarfélag fyrir ráðstefnu í tengslum við Globeathon átakið. 

 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. ágú. 2018 : Öll áfengisneysla skaðleg heilsu

Ný viðamikil alþjóðleg rannsókn sem birtist í læknaritinu Lancet sýnir að hver einasti áfengissopi er skaðlegur heilsunni. Þriðjungur mannkyns neytir áfengis og árið 2016 voru 2,8 milljónir dauðsfalla raktar til áfengisneyslu. Í rannsókninni er lagt til að fólk drekki ekki áfengi.

Guðmundur Pálsson 21. ágú. 2018 : Nýjasti starfsmaður félagsins ver doktorsritgerð sína á fimmtudaginn

Birna Þórisdóttir, nýjasti starfsmaður félagsins við fræðslu og forvarnir, ver doktorsritgerð sína á fimmtudaginn.

Guðmundur Pálsson 20. ágú. 2018 : Opið hús fyrir hlaupara á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl 12:00 er þeim hlaupurum sem studdu félagið í Reykjavíkurmaraþoninu boðið í heimsókn í Skógarhlíð 8.

Guðmundur Pálsson 16. ágú. 2018 : Krabbameinsfélagið með bás á Fit & Run sýningunni

Krabbameinsfélagið er með bás á Fit & Run sýningunni sem er haldin samhliða skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 15:00-20:00 og föstudaginn 17. ágúst kl. 14:00-19:00. Það er frítt inn og allir eru velkomnir.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. ágú. 2018 : Hlaupandi brúður styður Krabbameinsfélagið

Helga Sóley Hilmarsdóttir lætur ekki eigið brúðkaup aftra sér frá því að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu á brúðkaupsdaginn. Hún byrjar hlaupið klukkan 9:30 og gengur svo í það heilaga kl 13:30.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. ágú. 2018 : „Ég hleyp af því ég get það“

Krabbameinsfélagið hefur fengið að láni einkunnarorð Gunnars Ármannssonar í Reykjavíkurmaraþoninu, en í ár tekur Gunnar þátt í sjötta sinn.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. ágú. 2018 : Framtíðarspádómur í boði gegn áheitum

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka leita ýmissa leiða til að leggja góðu málefni lið. Anna Lóa Ólafsdóttir er ein þeirra og hún býður þeim sem heita á hana upp á spádómslestur.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2018 : Reykjavíkurmaraþon nálgast

Undirbúningur er nú að ná hámarki fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram laugardaginn 18. ágúst 2018.

Síða 4 af 9

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?