Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. ágú. 2018

Öll áfengisneysla skaðleg heilsu

Ný viðamikil alþjóðleg rannsókn sem birtist í læknaritinu Lancet sýnir að hver einasti áfengissopi er skaðlegur heilsunni. Þriðjungur mannkyns neytir áfengis og árið 2016 voru 2,8 milljónir dauðsfalla raktar til áfengisneyslu. Í rannsókninni er lagt til að fólk drekki ekki áfengi.

Rannsóknin Global Burden of Disease byggir á upplýsingum um 30 milljónum einstaklinga á aldrinum 15-95 í 195 löndum á 26 ára tímabili. Bornir voru saman einstaklingar sem drekka ekki og þeir sem drekka einn drykk á dag.

Auk þess að auka líkur á örorku og ótímabærum dauðsföllum hjá 15-49 ára einstaklingum umtalsvert, er skýr fylgni á milli drykkju og sjúkdóma á borð við krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsakendur viðurkenna þó að hófleg drykkja geti unnið gegn hjartasjúkdómum, en hún auki á sama tíma hættuna á krabbameinum og öðrum sjúkdómum.

Konur yfir fimmtugu eiga frekar á hættu að fá krabbamein vegna neyslu áfengis. Tengja má áfengisneyslu á heimsvísu við 27% dauðsfalla vegna krabbameina hjá konum og tæp 19% hjá körlum yfir fimmtugu.

„Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í takti við rannsókn sem við birtum í mars ásamt öðrum norrænum krabbameinsskrám, þar sem við áætlum að 83.000 krabbameinstilvik á næstu 30 árum megi rekja til áfengisneyslu á Norðurlöndunum. Það eru 5,5% allra áfengistengdra krabbameina,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár; „Stærstur hluti þessara meina eru brjóstakrabbamein hjá konum eftir tíðahvörf, yfir 28.000 krabbamein, og í næsta sæti eru ristil- og endaþarmskrabbamein eða um 23.000 tilvik.“

„Þessi rannsókn sýnir hversu mikilvægt það er að stjórnvöld forgangsraði í þágu lýðheilsu og taki mið af rannsóknum í allri stefnumótun,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Rannsóknina má sjá hér .

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?