Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. ágú. 2018

Öll áfengisneysla skaðleg heilsu

Ný viðamikil alþjóðleg rannsókn sem birtist í læknaritinu Lancet sýnir að hver einasti áfengissopi er skaðlegur heilsunni. Þriðjungur mannkyns neytir áfengis og árið 2016 voru 2,8 milljónir dauðsfalla raktar til áfengisneyslu. Í rannsókninni er lagt til að fólk drekki ekki áfengi.

Rannsóknin Global Burden of Disease byggir á upplýsingum um 30 milljónum einstaklinga á aldrinum 15-95 í 195 löndum á 26 ára tímabili. Bornir voru saman einstaklingar sem drekka ekki og þeir sem drekka einn drykk á dag.

Auk þess að auka líkur á örorku og ótímabærum dauðsföllum hjá 15-49 ára einstaklingum umtalsvert, er skýr fylgni á milli drykkju og sjúkdóma á borð við krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsakendur viðurkenna þó að hófleg drykkja geti unnið gegn hjartasjúkdómum, en hún auki á sama tíma hættuna á krabbameinum og öðrum sjúkdómum.

Konur yfir fimmtugu eiga frekar á hættu að fá krabbamein vegna neyslu áfengis. Tengja má áfengisneyslu á heimsvísu við 27% dauðsfalla vegna krabbameina hjá konum og tæp 19% hjá körlum yfir fimmtugu.

„Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í takti við rannsókn sem við birtum í mars ásamt öðrum norrænum krabbameinsskrám, þar sem við áætlum að 83.000 krabbameinstilvik á næstu 30 árum megi rekja til áfengisneyslu á Norðurlöndunum. Það eru 5,5% allra áfengistengdra krabbameina,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár; „Stærstur hluti þessara meina eru brjóstakrabbamein hjá konum eftir tíðahvörf, yfir 28.000 krabbamein, og í næsta sæti eru ristil- og endaþarmskrabbamein eða um 23.000 tilvik.“

„Þessi rannsókn sýnir hversu mikilvægt það er að stjórnvöld forgangsraði í þágu lýðheilsu og taki mið af rannsóknum í allri stefnumótun,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Rannsóknina má sjá hér .

 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?