Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2018

Reykjavíkurmaraþon nálgast

Undirbúningur er nú að ná hámarki fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram laugardaginn 18. ágúst 2018.

Þeir sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið styðja og efla baráttuna gegn krabbameinum þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að félagið geti starfað.

Krabbameinsfélagið verður með bás á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll  þar sem hlauparar sækja boli og hlaupanúmer fimmtudaginn 16. ágúst og föstudaginn 17. ágúst. Starfsfólk félagsins mun afhenda þátttakendum hvatningarmiða til að festa á boli - og Mottumarssokka sem gengu af í síðasta Mottumars. 

„Um leið og við þökkum hlaupurum stuðninginn, hvetjum við alla til þess að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem er með því að hlaupa sjálfir, hvetja hlaupara eða heita á gott málefni. Allt styður þetta á einn eða annan hátt við mikilvægi hreyfingar sem hefur forvarnargildi gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Opið hús 

Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl 12:00 býður félagið hlaupurum í heimsókn í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar sem boðið verður upp á fræðslu um starfsemi félagsins og léttar veitingar. 

„Þá langar okkur að þakka stuðninginn og kynna starfsemina sem hlaupararnir eru að leggja lið. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta og hvetjum hlaupara til að taka með sér gest," segir Halla.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á markad@krabb.is. 

Áfram hlauparar!


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?