Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2018

Reykjavíkurmaraþon nálgast

Undirbúningur er nú að ná hámarki fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram laugardaginn 18. ágúst 2018.

Þeir sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið styðja og efla baráttuna gegn krabbameinum þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að félagið geti starfað.

Krabbameinsfélagið verður með bás á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll  þar sem hlauparar sækja boli og hlaupanúmer fimmtudaginn 16. ágúst og föstudaginn 17. ágúst. Starfsfólk félagsins mun afhenda þátttakendum hvatningarmiða til að festa á boli - og Mottumarssokka sem gengu af í síðasta Mottumars. 

„Um leið og við þökkum hlaupurum stuðninginn, hvetjum við alla til þess að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem er með því að hlaupa sjálfir, hvetja hlaupara eða heita á gott málefni. Allt styður þetta á einn eða annan hátt við mikilvægi hreyfingar sem hefur forvarnargildi gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Opið hús 

Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl 12:00 býður félagið hlaupurum í heimsókn í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar sem boðið verður upp á fræðslu um starfsemi félagsins og léttar veitingar. 

„Þá langar okkur að þakka stuðninginn og kynna starfsemina sem hlaupararnir eru að leggja lið. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta og hvetjum hlaupara til að taka með sér gest," segir Halla.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á markad@krabb.is. 

Áfram hlauparar!


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?