Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2018

Reykjavíkurmaraþon nálgast

Undirbúningur er nú að ná hámarki fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram laugardaginn 18. ágúst 2018.

Þeir sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið styðja og efla baráttuna gegn krabbameinum þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að félagið geti starfað.

Krabbameinsfélagið verður með bás á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll  þar sem hlauparar sækja boli og hlaupanúmer fimmtudaginn 16. ágúst og föstudaginn 17. ágúst. Starfsfólk félagsins mun afhenda þátttakendum hvatningarmiða til að festa á boli - og Mottumarssokka sem gengu af í síðasta Mottumars. 

„Um leið og við þökkum hlaupurum stuðninginn, hvetjum við alla til þess að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem er með því að hlaupa sjálfir, hvetja hlaupara eða heita á gott málefni. Allt styður þetta á einn eða annan hátt við mikilvægi hreyfingar sem hefur forvarnargildi gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Opið hús 

Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl 12:00 býður félagið hlaupurum í heimsókn í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar sem boðið verður upp á fræðslu um starfsemi félagsins og léttar veitingar. 

„Þá langar okkur að þakka stuðninginn og kynna starfsemina sem hlaupararnir eru að leggja lið. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta og hvetjum hlaupara til að taka með sér gest," segir Halla.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á markad@krabb.is. 

Áfram hlauparar!


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?