Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2018

Reykjavíkurmaraþon nálgast

Undirbúningur er nú að ná hámarki fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram laugardaginn 18. ágúst 2018.

Þeir sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið styðja og efla baráttuna gegn krabbameinum þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að félagið geti starfað.

Krabbameinsfélagið verður með bás á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll  þar sem hlauparar sækja boli og hlaupanúmer fimmtudaginn 16. ágúst og föstudaginn 17. ágúst. Starfsfólk félagsins mun afhenda þátttakendum hvatningarmiða til að festa á boli - og Mottumarssokka sem gengu af í síðasta Mottumars. 

„Um leið og við þökkum hlaupurum stuðninginn, hvetjum við alla til þess að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem er með því að hlaupa sjálfir, hvetja hlaupara eða heita á gott málefni. Allt styður þetta á einn eða annan hátt við mikilvægi hreyfingar sem hefur forvarnargildi gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Opið hús 

Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl 12:00 býður félagið hlaupurum í heimsókn í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar sem boðið verður upp á fræðslu um starfsemi félagsins og léttar veitingar. 

„Þá langar okkur að þakka stuðninginn og kynna starfsemina sem hlaupararnir eru að leggja lið. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta og hvetjum hlaupara til að taka með sér gest," segir Halla.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á markad@krabb.is. 

Áfram hlauparar!


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?