Guðmundur Pálsson 4. sep. 2018

Ný herferð hvetur konur til þátttöku í skimun

Krabbameinsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ætlað er að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Þátttaka kvenna í leit hefur farið minnkandi á undanförnum árum.

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands segir afar mikilvægt að snúa þessari þróun við: „Sérstaklega er mikilvægt að fá ungu konurnar til að mæta og taka þátt í skimun fyrir krabbameinum. Þetta er sem betur fer staða sem við getum breytt en við þurfum að auka meðvitund kvenna um hve mikilvæg skimunin er og í nútímasamfélagi þurfa skilaboðin að vera áhrifarík. Herferðin endurspeglar það.“

Skilaboðin í auglýsingunum eru unnin úr niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið árið 2014 þar sem fram komu ástæður þess að konur mættu ekki í skimun. Meðal þeirra „afsakana“ sem konurnar notuðu voru;

  • Erfiðleikar með að komast frá vinnu
  • Hræðsla við sársauka
  • Kostnaður við skimunina
  • Frestunarárátta
  • Framtaksleysi 

leghals

Ekki vera trassar!

„Tilboð um reglubundna skimun fyrir krabbameinum er ekki sjálfsagt mál. Að mínu mati ætti hins vegar að vera sjálfsagt mál fyrir okkur konur að nýta okkur tilboðið. Við eigum ekki að vera trassar!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Þess má geta að mörg stéttarfélög og sum fyrirtæki taka þátt í kostnaði vegna skimunar fyrir krabbameinum. Og nú geta konur skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.

„Tækninni fleygir sem betur fer stöðugt fram og auðveldar okkur að nálgast upplýsingar. Við hvetjum allar konur á Íslandi til að kynna sér málið á island.is og mæta reglulega í skimun, því þannig getum við fyrirbyggt krabbamein eða fundið þau á byrjunarstigum sem gerir meðferð mun líklegri til árangurs,“ segir Halla.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?