Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. ágú. 2018

Hlaupandi brúður styður Krabbameinsfélagið

Helga Sóley Hilmarsdóttir lætur ekki eigið brúðkaup aftra sér frá því að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu á brúðkaupsdaginn. Hún byrjar hlaupið klukkan 9:30 og gengur svo í það heilaga kl 13:30.

Brúðurin tilvonandi segist á áheitasíðu sinni hafa staðið á hliðarlínunni síðustu tvö ár og beðið eftir að bróðir hennar kæmi í mark úr 10 km hlaupi. Hann hafi hlaupið fyrir Krabbameinsfélagið en frændi þeirra var með ólæknandi krabbamein. Helga segist hafa spurt sjálfa sig: „Hvað er ég að gera hér, af hverju hleyp ég ekki sjálf?“

Hún tók því ákvörðun um að taka þátt í ár og setti sér það markmið að ná að safna 100.000 krónum. Ef hún næði því myndi hún hlaupa með slör. Því markmiði er náð og Helga Sóley verður því auðþekkjanleg í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

„Miðað við þetta hlýtur brúðguminn að geta treyst því að hún standi við það sem hún segir. Þetta verður örugglega hlaup sem hún gleymir aldrei, né þeir sem fylgjast með henni. Gangi þér sem allra best Helga Sóley,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Hægt er að heita á Helgu Sóley hér .


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?