Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. ágú. 2018

Hlaupandi brúður styður Krabbameinsfélagið

Helga Sóley Hilmarsdóttir lætur ekki eigið brúðkaup aftra sér frá því að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu á brúðkaupsdaginn. Hún byrjar hlaupið klukkan 9:30 og gengur svo í það heilaga kl 13:30.

Brúðurin tilvonandi segist á áheitasíðu sinni hafa staðið á hliðarlínunni síðustu tvö ár og beðið eftir að bróðir hennar kæmi í mark úr 10 km hlaupi. Hann hafi hlaupið fyrir Krabbameinsfélagið en frændi þeirra var með ólæknandi krabbamein. Helga segist hafa spurt sjálfa sig: „Hvað er ég að gera hér, af hverju hleyp ég ekki sjálf?“

Hún tók því ákvörðun um að taka þátt í ár og setti sér það markmið að ná að safna 100.000 krónum. Ef hún næði því myndi hún hlaupa með slör. Því markmiði er náð og Helga Sóley verður því auðþekkjanleg í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

„Miðað við þetta hlýtur brúðguminn að geta treyst því að hún standi við það sem hún segir. Þetta verður örugglega hlaup sem hún gleymir aldrei, né þeir sem fylgjast með henni. Gangi þér sem allra best Helga Sóley,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Hægt er að heita á Helgu Sóley hér .


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?