Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. ágú. 2018

Framtíðarspádómur í boði gegn áheitum

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka leita ýmissa leiða til að leggja góðu málefni lið. Anna Lóa Ólafsdóttir er ein þeirra og hún býður þeim sem heita á hana upp á spádómslestur.

Anna Lóa er námsráðgjafi hjá Virk en hún einnig rekur Hamingjuhornið, vinsæla bloggsíðu þar sem hún birtir fróðlega og innihaldsríka pistla um samskipti, persónulegar áskoranir og lífsins leyndardóma, eins og segir á Facebooksíðu Hamingjuhornsins.

Hún missti móður sína úr krabbameini árið 2006 og hét þess við andlát hennar að styðja við starfsemi Krabbameinsfélagsins með fjárframlögum og sjálfboðaliðastarfi. Hún hefur haldið fyrirlestra án endurgjalds fyrir Krabbameinsfélag Suðurnesja, Akureyrar og Krabbameinsfélag Íslands. Hún og sonur hennar, Kristinn Frans Stefánsson, ætla að taka 10 kílómetra til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Á Facebook síðu hennar segir: „Af því að ég er keppnis þá vil ég að sjálfsögðu reyna að safna sem mest fyrir þetta góða félag og því hef ég ákveðið að heita á þá sem heita á mig. Þið fáið smá spádómslestur (nota fallegu englaspilin mín en hugsa þetta til gamans fyrir ykkur) en það eina sem þið þurfið að gera (eftir að þið eruð búin að heita á mig) er að senda mér tölu frá 1-20.“

Spádómurinn verður svo sendur eins fljótt og hún annar; „En bið ykkur að hafa í huga að þegar allt verður brjálað (ég er ALLTAF bjartsýn) að þá verðið þið að vera þolinmóð. Engar áhyggjur - ég stend við mitt – tek engan séns á að reita englana til reiði," segir hún einnig á síðunni.

Hér má finna áheitasíðu Önnu Lóu og hér er áheitasíða Kristins Frans.

Myndin er skjáskot af Facebook síðu Önnu Lóu.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?