Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 3. sep. 2018

Gefa afnot af íbúð

Hjónin Ólöf Rún Tryggvadóttir og Jón Garðar Sigurjónsson hafa afhent Krabbameinsfélagi Íslands íbúð til afnota í eitt ár án endurgjalds. 

Íbúðin er í eigu fyrirtækis hjónanna, Leiguvíkur ehf., og er í göngufæri við Landspítalann.

Félagið á átta íbúðir á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík, sem ætlaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur búsetta á landsbyggðinni sem þurfa tímabundið að dvelja í höfuðborginni vegna rannsókna eða krabbameinsmeðferða. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna.

„Þessi stuðningur skiptir okkur miklu máli því mikil eftirspurn er eftir íbúðum og mikilvægt að geta mætt þörfum fólks af landsbyggðinni sem þarf vegna veikinda sinna að dvelja fjarri sínu heimabyggð. Þá er það líka gott að geta verið í heimilislegu umhverfi og í göngufæri við Landspítalann”. segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar sem fer með ábyrgð íbúðanna; „Þau hjón eiga hjartans þakkir skildar fyrir þetta.“

Á myndinni eru frá vinstri Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Ólöf Rún Tryggvadóttir og Sigrún Lillie Magnúsdóttir.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?