Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 3. sep. 2018

Gefa afnot af íbúð

Hjónin Ólöf Rún Tryggvadóttir og Jón Garðar Sigurjónsson hafa afhent Krabbameinsfélagi Íslands íbúð til afnota í eitt ár án endurgjalds. 

Íbúðin er í eigu fyrirtækis hjónanna, Leiguvíkur ehf., og er í göngufæri við Landspítalann.

Félagið á átta íbúðir á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík, sem ætlaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur búsetta á landsbyggðinni sem þurfa tímabundið að dvelja í höfuðborginni vegna rannsókna eða krabbameinsmeðferða. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna.

„Þessi stuðningur skiptir okkur miklu máli því mikil eftirspurn er eftir íbúðum og mikilvægt að geta mætt þörfum fólks af landsbyggðinni sem þarf vegna veikinda sinna að dvelja fjarri sínu heimabyggð. Þá er það líka gott að geta verið í heimilislegu umhverfi og í göngufæri við Landspítalann”. segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar sem fer með ábyrgð íbúðanna; „Þau hjón eiga hjartans þakkir skildar fyrir þetta.“

Á myndinni eru frá vinstri Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Ólöf Rún Tryggvadóttir og Sigrún Lillie Magnúsdóttir.


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?