Guðmundur Pálsson 3. maí 2023 : Málþing: Lífið eftir krabba­mein - lang­vinnar og síð­búnar afleiðingar

Málþingið verður haldið föstudaginn 12. maí í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið opnar kl 15:30 með léttum veitingum.

Dagskráin hefst kl 15:45 og stendur til kl 18:00. Öll velkomin.

Anna Margrét Björnsdóttir 28. apr. 2023 : Samkomulag um úthlutun úr Rynkeby­sjóði undirritað

Það var kátt í Skógarhlíðinni á dögunum þegar samningur um úthlutun úr Rynkebysjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var undirritaður. Sjóðurinn varð til við fjársöfnun Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Sjáumst á Styrkleikunum á Selfossi um helgina!

Styrkleikarnir hefjast kl. 12:00 laugardaginn 29. apríl og standa yfir í heilan sólarhring. Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Kær heimsókn í Skógarhlíðina

Krabbameinsfélagið bauð á dögunum nýstofnuðum Samtökum fólks með offitu (SFO) í heimsókn í Skógarhlíðina í þeim tilgangi að kynnast betur starfsemi þeirra með samvinnu um bætta heilsu að leiðarljósi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. apr. 2023 : Skeggjaður árangur

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 270 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 13,8 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023 : Sameining eykur þjónustu við Vest­firðinga

Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur sameinast Krabbameinsfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar (KVOT). Starfsvæði Sigurvonar nær því núna yfir alla Vestfirði. 

Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023 : Fundar­boð: Aðal­fundur Krabba­meins­félags Íslands 2023

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. maí 2023, á 4. hæð í Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. apr. 2023 : Styrkleikarnir á Selfossi 29. - 30. apríl

Taktu þátt í Styrkleikunum skráning er hafin. Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. 

Anna Margrét Björnsdóttir 30. mar. 2023 : Ný reiknivél veitir upplýsingar um áhættu­flokk blöðru­háls­kirtils­meina

Í dag birtist á vef Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn reiknivél sem einstaklingar sem greindir hafa verið með blöðruhálskirtilskrabbamein geta notað til að reikna áhættuflokk meinsins. Verkefnið er unnið í samvinnu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og þvagfæraskurðlækna Landspítalans.

Ása Sigríður Þórisdóttir 29. mar. 2023 : Mottumarsbragur á styttum bæjarins

Í laginu góða eftir Spilverk þjóðanna segir frá grey styttunum sem standa aleinar á stöllunum og sumar allsberar. Því hefur verið kippt í liðinn, því vel valdar styttur í miðbæ Reykjavíkur skarta nú borðunum úr Frestunarsamkeppni Mottumars og eru reiðubúnar fyrir Mottudaginn 31. mars næstkomandi.

Anna Margrét Björnsdóttir 27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Guðmundur Pálsson 27. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ Hægt að horfa á upptöku af málþinginu hér.

Síða 2 af 69

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?