Ása Sigríður Þórisdóttir 13. mar. 2024

Saga Antons Helga Jónssonar

Þegar Anton Helgi skáld heyrði að hann væri með krabbamein, beygði hann af og fór að gráta. Hann segir alla sjúkdóma sögunnar hafa hellst yfir sig í einu lagi en eftir að hafa andað djúpt hafi hann gert sér grein fyrir í hve góðri stöðu hann væri, miðað við marga aðra.

Anton Helgi hafði legið heima með það sem talið var slæmt kvef og hálsbólga, en var á endanum skutlað upp á heilsugæslu og þaðan beint upp á bráðavakt. Í þeirri vendu fannst krabbamein í vinstri lunga sem leiddi til þess að nokkrum mánuðum síðan fór hann í uppskurð og hóf lyfjameðferð.

https://www.youtube.com/watch?v=SPVF7G6O_yI

,,Mér datt í hug einn daginn að horfa á listaverkin sem ég rakst á uppi á spítala og túlka þau á minn hátt í mínum veikindum“

Með þessu segir hann dvölina á spítalanum hafa orðið eins og að fara á listasafn, það hafi ekki verið leiðinlegt, kalt og dapurlegt heldur eitthvað annað og meira og gefandi.

,,Ég veit að margir gera eitthvað svona, á einn eða annan hátt, til að komast af!

Anton Helgi hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið en hann stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?