Anna Margrét Björnsdóttir 24. maí 2023 : Kvöldverður til styrktar Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Eyþór Gylfason, matreiðslumaður, stendur fyrir styrktarkvöldverði þann 8. júní næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Monkeys Restaurant. Ágóðinn af kvöldinu rennur óskiptur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og mun styðja við íslenskar krabbameinsrannsóknir.

Guðmundur Pálsson 19. maí 2023 : Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2023 : Appelsínugul viðvörun í kortunum

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins haldinn 13. maí 2023 skorar á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða.

Anna Margrét Björnsdóttir 15. maí 2023 : Nýr formaður Krabbameins­félagsins kjörinn á aðal­fundi

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins var haldinn 13. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Skógarhlíð. Hlíf Steingrímsdóttir, blóðmeinafræðingur á Landspítala, var kjörin nýr formaður félagsins til tveggja ára. Félagið þakkar fráfarandi formanni, Valgerði Sigurðardóttur, hjartanlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. maí 2023 : Upptaka frá málþingi

Hér er hægt að horfa á upptöku frá málþingi Krabbameinsfélagsins: Lífið eftir krabbamein - langvinnar og síðbúnar afleiðingar. Þökkum þeim fjölmörgu sem mættu í sal og öllum þeim sem fylgdust með í streymi.

Anna Margrét Björnsdóttir 9. maí 2023 : Með hjartað á réttum stað

Nemendur í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ komu færandi hendi með 110.000 krónur sem þau söfnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Styrktarféð var ágóði skólaverkefnis sem var liður í Fyrirtækjasmiðju á vegum Ungra frumkvöðla - JA Iceland.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. maí 2023 : Þakklæti og gleði réði ríkjum á Styrkleikunum

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir um síðastliðna helgi í annað sinn á Selfossi. Í heildina tóku um 500 þátttakendur þátt með því að ganga 23.677 hringi, eða rúmlega 5.900 km., á meðan leikarnir stóðu.

Guðmundur Pálsson 3. maí 2023 : Málþing: Lífið eftir krabba­mein - lang­vinnar og síð­búnar afleiðingar

Málþingið verður haldið föstudaginn 12. maí í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið opnar kl 15:30 með léttum veitingum.

Dagskráin hefst kl 15:45 og stendur til kl 18:00. Öll velkomin.

Anna Margrét Björnsdóttir 28. apr. 2023 : Samkomulag um úthlutun úr Rynkeby­sjóði undirritað

Það var kátt í Skógarhlíðinni á dögunum þegar samningur um úthlutun úr Rynkebysjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var undirritaður. Sjóðurinn varð til við fjársöfnun Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Sjáumst á Styrkleikunum á Selfossi um helgina!

Styrkleikarnir hefjast kl. 12:00 laugardaginn 29. apríl og standa yfir í heilan sólarhring. Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Kær heimsókn í Skógarhlíðina

Krabbameinsfélagið bauð á dögunum nýstofnuðum Samtökum fólks með offitu (SFO) í heimsókn í Skógarhlíðina í þeim tilgangi að kynnast betur starfsemi þeirra með samvinnu um bætta heilsu að leiðarljósi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. apr. 2023 : Skeggjaður árangur

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 270 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 13,8 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Síða 3 af 70

Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?