Ása Sigríður Þórisdóttir 5. mar. 2024

„Ekki humma fram af þér heilsuna“ hlaut þrjá Lúðra

Við erum stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla.

Mottumarsherferð síðasta árs var sigursæl á hinum árlegu auglýsingaverðlaunum, Lúðrinum, sem fram fór 1. mars síðast liðinn. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið punkturinn yfir i-ið hjá herferð sem var bæði verulega árangursrík og féll vel í kramið hjá þjóðinni í mars í fyrra. 

Við viljum þakka sérstaklega auglýsingastofuna TVIST sem vann að þessu mikilvæga verkefni með okkur kærlega fyrir samstarfið og Republik Film Productions sem vann auglýsinguna. Þessum aðilum. leikurum og öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að átakinu þökkum við kærlega fyrir sína aðkomu.

https://www.youtube.com/watch?v=qPP2Xv-JTSs

Herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ byggir á rannsóknum

Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins, Áttavitinn, leiddi í ljós að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru batahorfur. Markmið herferðarinnar var að skora hina óheilbrigðu frestunaráráttu á hólm og fá karlmenn til að fara til læknis þegar þeir finna fyrir einkennum sem bent gætu til krabbameins. Það er óhætt að segja að karlmenn hafi tekið skilaboðin til sín og leituðu margir til félagsins til að fá upplýsingar og ráðleggingar.

https://www.youtube.com/watch?v=2hqSYAiaqoE

Við erum afar stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. 

https://www.youtube.com/watch?v=mCS2X8FtSAo

Við birtum fjölmargar reynslusögur.


https://www.youtube.com/watch?v=Rpxrpt1nNjI

https://www.youtube.com/watch?v=pqI9dzo5uCo



Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?